Framkvæmdir á Sæbraut og Reykjanesbraut

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og …
Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. mbl.is/Golli

Búast má við umferðartöfum á Reykjanesbraut og Sæbraut í dag. Til stendur að fræsa og malbika á Reykjanesbraut/Sæbraut til norðurs, frá slaufu niður af Miklubraut og að slaufu upp á Miklubraut. Verða báðar slaufurnar lokaðar á meðan.

Þrengt verður að umferð og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Lokanir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9:00 til kl. 14:00 að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Einnig er stefnt að því að malbika ramp frá hringtorgi við Hádegismóa niður á Suðurlandsveg til norðurs. Rampurinn verður lokaður á meðan og þrengt verður að umferð þar sem rampurinn kemur niður á Suðurlandsveginn. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Lokanir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 14:00 til kl. 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert