Herjólfur á heimleið

Það verða eflaust margir því fegnir þegar Herjólfur kemst aftur …
Það verða eflaust margir því fegnir þegar Herjólfur kemst aftur á áætlun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ferþegaferjan Herjólfur, sem siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, er nú á heimleið eftir slipptöku. Ráðgert er að Herjólfur verði kominn aftur á áætlun milli lands og Eyja á föstudag, en nánari tímasetning verður uppgefin síðar.

Þá er um leið gert ráð fyrir því að farþegaferjan Baldur, sem hefur leyst Herjólf af síðastliðnar þrjár vikur, verði komin heim og í áætlun á Breiðafirði á laugardaginn.

Hér er Herjólfur staðsettur akkúrat núna.
Hér er Herjólfur staðsettur akkúrat núna. Af Facebook-síðu Herjólfs

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert