„Leyndi ítrekað upplýsingum“

Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) segir Ólaf Arnarson, formann Neytendasamtakanna, ítrekað hafa leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram. Harmar meirihlutinn að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn.

Tólf stjórnarmenn NS hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem rakið er hvers vegna nefndin samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formanninn á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var 6. maí. Allir stjórnarmenn skrifa undir yfirlýsinguna nema formaðurinn. Síðdegis í dag sleit Ólafur stjórnarfundi þar sem til stóð að ræða átökin sem staðið hafa innan NS. Ólaf­ur hef­ur gegnt embætti síðan í októ­ber.

Ólafur Arnarson.
Ólafur Arnarson. mbl.is/Golli

 

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild: 

Yfirlýsing frá 12 fulltrúum stjórnar Neytendasamtakanna

Reykjavík 22. maí 2017.

Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) harmar að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn. Unnið er í að leysa málin og er stjórn sammála formanni um að ekki stóð til í að standa í karpi í fjölmiðlum. Meirihluti stjórnar harmar þær rangfærslur, sem komið hafa fram í fréttaflutningi um samskipti í stjórn félagsins og sér sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu.  

Í fyrri yfirlýsingu segir að meginástæða þess að stjórn lýsti yfir vantrausti á formann hafi verið sú að fjárhagsstaða samtakanna leyfði ekki þær skuldbindingar sem formaður stofnaði til og fóru langt fram úr þeim heimildum sem formaður hafði samkvæmt ráðningarsamningi. Ákvarðanir voru ýmist teknar fram hjá stjórn eða með því að halda frá stjórn mikilvægum upplýsingum.

Neytendasamtökin eru öflug hópsamtök sem standa á traustum grunni. En eins og í öllum rekstri þá þarf að stíga varlega til jarðar í að efla þau og styrkja. Huga þarf að jafnvægi í tekjum og útgjöldum og byggja breytingar á markvissri áætlanagerð.

Starfskjaranefnd

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar kom formaður fram með tillögu, sem samþykkt var af stjórn, um að setja af stað starfskjarnanefnd, sem hefði það hlutverk að fara yfir launamál starfsfólks NS og formanns. Þann 27. janúar skilaði starfskjaranefnd áliti sínu.

Álit starfskjaranefndar var ekki sent með fundarboði til stjórnar þegar ráðningarmál voru afgreidd 15. febrúar 2017.  Það er þvert á lög samtakanna og loforð formanns um að álitið yrði borið undir stjórn.

Þess ber að geta að álit starfskjaranefndar er ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir stjórn.

Launamál

Stjórn gerði þau mistök að veita varaformanni umboð til að undirrita hefðbundinn ráðningarsamning við formann, án þess að nákvæmt efni samnings hefði verið lagt fyrir stjórn. Í fundargerð kemur fram að gerður yrði hefðbundinn samningur við formann. Þegar rætt var um hefðbundinn samning, var talað um að hann væri í samræmi við launakjör og starfsskyldur fyrrverandi formanns. Í ljós kom að samningurinn reyndist ekki vera hefðbundinn í þeim skilningi. Í kjölfarið fékk formaður undirmann sinn til að leiðrétta laun sín afturvirkt, án vitneskju og heimildar stjórnar. Að mati meirihluta stjórnar er alvarlegast að formaður lét undirmann sinn greiða sér því sem nemur tæplega þriggja mánaða launum fyrir fram (að frádregnum sköttum og launatengdum gjöldum), án vitneskju og heimildar stjórnar.

Leiga á bíl

Stjórn samþykkti tillögu formanns um leigu á bifreið fyrir starfsfólk og formann NS. Stjórn setti skýran fyrirvara (bæði í tölvupósti og á stjórnarfundi) um að fjárhagsstaða NS þyrfti að leyfa slíkt. Stjórn samþykkti að leita annarra leiða um val á bifreið og leiguleiðum en formaður ákvað að fara. Fram komu nokkrar athugasemdir við  fundargerð m.a. um fyrirvara og hefur uppfærð fundargerð ekki verið borin upp til samþykktar. Þegar stjórn fékk loks upplýsingar um stöðu samtakanna kom í ljós að fjárhagsstaða þeirra leyfði ekki leigu á bifreið og því skýrt að grundvöllur umboðsins var aldrei fyrir hendi. Þá hefur starfsfólk NS aldrei haft aðgang að bifreiðinni. Stjórn NS hefur samþykkt að segja upp leigu á bifreiðinni.

Smáforrit

Formaður gekk til samninga um rekstur smáforrits með þeim orðum að það yrði að kostnaðarlausu fyrir samtökin. Síðar kom í ljós að smáforritið er kostnaðarsamt. Formaður hafði ekki umboð til að ganga til fjárhagsskuldbindinga vegna smáforritsins.

Rekstraráætlun

Stjórn hefur ítrekað kallað eftir rekstraráætlun frá og með fyrsta stjórnarfundi. Óskað hefur verið eftir að í þeirri áætlun fram komi fram fjárhagsleg staða samtakanna, sem og áætlanir um aukin útgjöld og áætlanir um tímasetningu aukinna tekna. Þessi umleitan hefur ekki borið árangur. Fjármálastjóri sendi stjórn drög þann 2. apríl  2017 en engin endanleg áætlun hefur verið send til stjórnar.

Umboð formanns

Formaður var kosinn til tveggja ára á þingi samtakanna í október 2016. Í lögum samtakanna segir ekkert til um hvort formaður eigi að vera launaður starfsmaður, þiggja laun eða ekki. Það er því alfarið ákvörðun stjórnar að ákveða laun og starfshlutfall. Þingið kýs formann en ekki starfsfólk NS.

Trúnaðarbrestur

Þegar í ljós kom að formaður hafði ítrekað leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram, lýsti yfirgnæfandi meirihluti stjórnar yfir vantrausti á sitjandi formann. Stjórn axlar ábyrgð og vinnur hörðum höndum við að vinda ofan af málinu. Það hefur meðal annars verið gert með því að samþykktar hafa verið nýjar starfs- og siðareglur. Einnig hefur verið skipað fjármálaráð sem samanstendur af þremur stjórnarmönnum.    

Samþykkt af öllum stjórnarmönnum Neytendasamtakanna nema formanni:

Ása St. Atladóttir  

Björn Þór Karlsson

Dominique Plédel Jónsson

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir

Gunnar Alexander Ólafsson

Guðni Gunnarsson

Katrín Þorvaldsdóttir

Ragnar Unnarsson

Sigurður Másson

Stefán Hrafn Jónsson

Stella Hrönn Jóhannsdóttir

Þórey S. Þórisdóttir

mbl.is

Innlent »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm sögðu nei. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...