„Leyndi ítrekað upplýsingum“

Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) segir Ólaf Arnarson, formann Neytendasamtakanna, ítrekað hafa leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram. Harmar meirihlutinn að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn.

Tólf stjórnarmenn NS hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem rakið er hvers vegna nefndin samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formanninn á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var 6. maí. Allir stjórnarmenn skrifa undir yfirlýsinguna nema formaðurinn. Síðdegis í dag sleit Ólafur stjórnarfundi þar sem til stóð að ræða átökin sem staðið hafa innan NS. Ólaf­ur hef­ur gegnt embætti síðan í októ­ber.

Ólafur Arnarson.
Ólafur Arnarson. mbl.is/Golli

 

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild: 

Yfirlýsing frá 12 fulltrúum stjórnar Neytendasamtakanna

Reykjavík 22. maí 2017.

Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) harmar að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn. Unnið er í að leysa málin og er stjórn sammála formanni um að ekki stóð til í að standa í karpi í fjölmiðlum. Meirihluti stjórnar harmar þær rangfærslur, sem komið hafa fram í fréttaflutningi um samskipti í stjórn félagsins og sér sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu.  

Í fyrri yfirlýsingu segir að meginástæða þess að stjórn lýsti yfir vantrausti á formann hafi verið sú að fjárhagsstaða samtakanna leyfði ekki þær skuldbindingar sem formaður stofnaði til og fóru langt fram úr þeim heimildum sem formaður hafði samkvæmt ráðningarsamningi. Ákvarðanir voru ýmist teknar fram hjá stjórn eða með því að halda frá stjórn mikilvægum upplýsingum.

Neytendasamtökin eru öflug hópsamtök sem standa á traustum grunni. En eins og í öllum rekstri þá þarf að stíga varlega til jarðar í að efla þau og styrkja. Huga þarf að jafnvægi í tekjum og útgjöldum og byggja breytingar á markvissri áætlanagerð.

Starfskjaranefnd

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar kom formaður fram með tillögu, sem samþykkt var af stjórn, um að setja af stað starfskjarnanefnd, sem hefði það hlutverk að fara yfir launamál starfsfólks NS og formanns. Þann 27. janúar skilaði starfskjaranefnd áliti sínu.

Álit starfskjaranefndar var ekki sent með fundarboði til stjórnar þegar ráðningarmál voru afgreidd 15. febrúar 2017.  Það er þvert á lög samtakanna og loforð formanns um að álitið yrði borið undir stjórn.

Þess ber að geta að álit starfskjaranefndar er ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir stjórn.

Launamál

Stjórn gerði þau mistök að veita varaformanni umboð til að undirrita hefðbundinn ráðningarsamning við formann, án þess að nákvæmt efni samnings hefði verið lagt fyrir stjórn. Í fundargerð kemur fram að gerður yrði hefðbundinn samningur við formann. Þegar rætt var um hefðbundinn samning, var talað um að hann væri í samræmi við launakjör og starfsskyldur fyrrverandi formanns. Í ljós kom að samningurinn reyndist ekki vera hefðbundinn í þeim skilningi. Í kjölfarið fékk formaður undirmann sinn til að leiðrétta laun sín afturvirkt, án vitneskju og heimildar stjórnar. Að mati meirihluta stjórnar er alvarlegast að formaður lét undirmann sinn greiða sér því sem nemur tæplega þriggja mánaða launum fyrir fram (að frádregnum sköttum og launatengdum gjöldum), án vitneskju og heimildar stjórnar.

Leiga á bíl

Stjórn samþykkti tillögu formanns um leigu á bifreið fyrir starfsfólk og formann NS. Stjórn setti skýran fyrirvara (bæði í tölvupósti og á stjórnarfundi) um að fjárhagsstaða NS þyrfti að leyfa slíkt. Stjórn samþykkti að leita annarra leiða um val á bifreið og leiguleiðum en formaður ákvað að fara. Fram komu nokkrar athugasemdir við  fundargerð m.a. um fyrirvara og hefur uppfærð fundargerð ekki verið borin upp til samþykktar. Þegar stjórn fékk loks upplýsingar um stöðu samtakanna kom í ljós að fjárhagsstaða þeirra leyfði ekki leigu á bifreið og því skýrt að grundvöllur umboðsins var aldrei fyrir hendi. Þá hefur starfsfólk NS aldrei haft aðgang að bifreiðinni. Stjórn NS hefur samþykkt að segja upp leigu á bifreiðinni.

Smáforrit

Formaður gekk til samninga um rekstur smáforrits með þeim orðum að það yrði að kostnaðarlausu fyrir samtökin. Síðar kom í ljós að smáforritið er kostnaðarsamt. Formaður hafði ekki umboð til að ganga til fjárhagsskuldbindinga vegna smáforritsins.

Rekstraráætlun

Stjórn hefur ítrekað kallað eftir rekstraráætlun frá og með fyrsta stjórnarfundi. Óskað hefur verið eftir að í þeirri áætlun fram komi fram fjárhagsleg staða samtakanna, sem og áætlanir um aukin útgjöld og áætlanir um tímasetningu aukinna tekna. Þessi umleitan hefur ekki borið árangur. Fjármálastjóri sendi stjórn drög þann 2. apríl  2017 en engin endanleg áætlun hefur verið send til stjórnar.

Umboð formanns

Formaður var kosinn til tveggja ára á þingi samtakanna í október 2016. Í lögum samtakanna segir ekkert til um hvort formaður eigi að vera launaður starfsmaður, þiggja laun eða ekki. Það er því alfarið ákvörðun stjórnar að ákveða laun og starfshlutfall. Þingið kýs formann en ekki starfsfólk NS.

Trúnaðarbrestur

Þegar í ljós kom að formaður hafði ítrekað leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram, lýsti yfirgnæfandi meirihluti stjórnar yfir vantrausti á sitjandi formann. Stjórn axlar ábyrgð og vinnur hörðum höndum við að vinda ofan af málinu. Það hefur meðal annars verið gert með því að samþykktar hafa verið nýjar starfs- og siðareglur. Einnig hefur verið skipað fjármálaráð sem samanstendur af þremur stjórnarmönnum.    

Samþykkt af öllum stjórnarmönnum Neytendasamtakanna nema formanni:

Ása St. Atladóttir  

Björn Þór Karlsson

Dominique Plédel Jónsson

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir

Gunnar Alexander Ólafsson

Guðni Gunnarsson

Katrín Þorvaldsdóttir

Ragnar Unnarsson

Sigurður Másson

Stefán Hrafn Jónsson

Stella Hrönn Jóhannsdóttir

Þórey S. Þórisdóttir

mbl.is

Innlent »

Vekja athygli á húsnæðisvanda skólans

21:25 Listaháskólinn stendur fyrir röð viðburða í aðdraganda alþingiskosninganna til að vekja athygli á aðkallandi og húsnæðisvanda Listaháskólans. En m.a. ætla hópar kennara og nemenda að heimsækja kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík nú um helgina. Meira »

Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

21:00 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Verkefnastjóri stofnunarinnar segir að einungis sé verið að kanna viðhorf sveitarfélaga en ekki að leggja neitt til. Meira »

Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi

20:45 Vetrarfrí í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mosfellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt saman næstu daga. Meira »

„Slagar hátt í að vera það mesta“

20:38 Tveir er­lend­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að toll­verðir fundu falið í bíl þeirra í Nor­rænu mikið magn af am­feta­mín­vökva. Efnið fannst fyr­ir um það bil hálf­um mánuði við komu ferj­unn­ar til Seyðis­fjarðar við venjubundna leit tollvarða, að sögn Gríms Grímssonar. Meira »

Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

20:17 Þótt það sé ekki endilega ódýrara að selja fisk í netverslunum en matvöruverslunum ná markaðsherferðir á netinu til neytenda með skilvirkum hætti. Seljendur þurfa að vinna heimavinnuna sína og tryggja að framboð sé nægt ef viðtökurnar á netinu eru góðar. Meira »

Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið

20:00 Miðflokkurinn hefur hreiðrað um sig á neðri hæðinni í Framsóknarhúsinu, að Eyrarvegi 15 á Selfossi, og opnar þar kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og prakt. Það fer aðeins meira fyrir Miðflokknum í húsinu en flennistórar auglýsingar með andlitum frambjóðenda prýða gluggana. Meira »

Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

19:20 Hjúkrunarfræðideild HÍ er komin að þolmörkum hvað varðar inntöku nýnema að sögn forseta deildarinnar. Um 120 nýnemar hefja nám á hverju ári en dregið hefur úr aðsókn eftir upptöku inntökuprófa. Meira »

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

19:30 Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið verður þar sem athafnasvæði Björgunar er nú og munu þau mannvirki sem nú eru á lóðinni víkja, utan sementstankarnir tveir. Meira »

Skotveiðifélagið greiði ríkinu milljón

18:49 Hæstiréttur sýknaði í íslenska ríkið af kröfum Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, en Skotveiðifélagið hafði farið fram á að ríkið greiddi sér skaðabætur vegna málskostnaðaðar sem félagið hefði sem orðið fyrir er það sótti mál gegn ríkinu vegna niðurfellingar starfsfsleyfis skotvallar á Álfsnesi. Meira »

Skoða ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett

18:22 Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun. Meira »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...