Rafmagnslaust á Barnaspítalanum

Unnið er að því að auka öryggi spítalans með tengingu …
Unnið er að því að auka öryggi spítalans með tengingu við varaafl og því varð rafmagnslaust á Barnaspítalanum um tíma. mbl.is/Eggert

Rafmagnslaust var að minnsta kosti í 35 mínútur á Barnaspítala Hringsins á þriðja tímanum í dag. Taka þurfti rafmagn af hluta spítalans þegar unnið var að tengingu vegna varaafls til að auka rekstraröryggi á Barnaspítalanum. Hins vegar varð rafmagnslaust í stærri hluta hússins en gert hafði verið ráð fyrir, til að mynd á legudeildum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítalanum hafði þetta, eftir því sem best er vitað, engin teljandi vandræði í för með sér umfram óþægindi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert