Sópa sannleikanum undir teppið

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar harðlega á Alþingi í dag. Hröð afgreiðsla áfengisfrumvarpsins úr nefndinni var gagnrýnd og meðal annars var talað um forkastanleg vinnubrögð.

„Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar beitti aflsmunum við að taka frumvarp um ÁTVR úr nefnd,“ sagði Andrés Ingi Jónsson en hann er einn stjórnarandstæðinga í nefndinni.

Þetta blindflug snýst mögulega um að sópa undir teppið sannleikanum,“ sagði Andrés og bætti við að ekki væri hlustað á gagnrýnisraddir sem benda á neikvæð áhrif á lýðheilsu, sem benda á áhrif á ríkisbúskapinn og sem benda á þjóðhagslega neikvæð áhrif af því að opna fyrir sölu áfengis í verslunum.

„Þetta er ólíðandi; að mál séu tekin úr nefnd án þess að um þau sé fjallað.“

Forkastanleg vinnubrögð

Eygló Harðardóttir, þingkona úr Framsóknarflokknum, tók undir með Andrési. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ sagði Eygló en hún er einnig í allsherjar- og menntamálanefnd. Hún bætti við að minnihlutanum hefðu verið kynntar breytingatillögur rétt fyrir fund á föstudag og enginn tími hefði verið til að kynna sér tillögurnar.

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Eggert

Hér hefur meirihlutinn svo sannarlega sýnt sitt rétta andlit; yfirgang og valdníðslu.

Meirihlutinn beitir aflsmunum trekk í trekk

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sagðist vera þreyttur á því að ræða sama hlutinn. „Þetta er að verða þreytt tilbrigði við stef, að koma í pontu til að ræða vinnubrögð meirihlutans. Hann bætir aflsmunum sínum trekk í trekk og forsætisráðherra er kannski skemmt, það eru kannski vinnubrögð sem hann þekkir. Þetta eru ekki vinnubrögð sem voru boðuð hér. Forsætisráðherra væri nær að sýna einu sinni smá auðmýkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert