Lúsugur lax fer á lyf

Æðarvarp.
Æðarvarp. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bóndi á bænum Grænuhlíð í Arnarfirði hefur verulegar áhyggjur af því að lyf, sem verða gefin við laxalús í sjókvíum í eldisstöð í Arnarfirði, muni hafa áhrif á lífríkið í kring. Um það bil 500 metra frá sjókvínni er stórt æðarvarp sem telur um 2.600 fullorðna fugla. Um mánaðamótin komast ungarnir á legg og þurfa mikið æti sem er sótt í sjóinn.

„Þetta er svívirða. Maður er alinn upp við það að láta náttúruna alltaf njóta vafans og það er verið að nota eitur sem getur haft áhrif á lífkeðjuna,“ segir Víðir H. Guðbjartsson, bóndi í Grænuhlíð í Arnarfirði. Hann bendir á að aðalfæða hjá æðarfuglinum er meðal annars kræklingur.

Fyrsta skipti gefin lyf við laxalús í níu áratugi

Matvælastofnun samþykkti umsókn um lyfjameðhöndlun við laxalús í síðustu viku. Fjölgun laxalúsarinnar er meðal annars rakin til þess að hitastig sjávar hefur hækkað og löxum hefur fjölgað. Sem dæmi var meðalhiti sjávar í Arnarfirði 3,5°C í febrúar á þessu ári en 1,5°C á sama tíma í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem gripið hefur verið til lyfjameðhöndlunar gegn laxalús á Íslandi.

„Lyfið hefur engin áhrif á spendýr, fugla og örverur og mjög takmörkuð áhrif á hryggleysingja og fiska og til dæmis engin áhrif á krækling,“ segir Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún bendir á að áhrif lyfsins á krækling hafi verið rannsökuð í bak og fyrir bæði úti í náttúrunni og í tilraunastofu. Í þeim rannsóknum kom í ljós að áhrifin eru engin á krækling. 

Það tekur um 100 daga fyrir lyfið að brotna alveg niður í náttúrunni. Eftir 10 daga er minna en 10% eftir af því og það dreifist hratt í sjó. Lyfið safnast ekki fyrir í náttúrunni heldur brotnar það alveg niður og að endingu niður í CO2. 

Sigríður tekur fram að þegar lyf er valið er alltaf haft í huga að velja lyf og aðferðir sem hafa sem minnst áhrif á lífríkið og umhverfið. Laxalús hefur fylgt laxinum. 

Sigríður bendir á að þar sem lax er þá er laxalús til staðar. Þar sem laxi hefur fjölgað almennt hefur smitálag aukist eftir því. Það á jafnt við um villta laxa sem og eldislax. 

Lax tilbúinn í pökkun.
Lax tilbúinn í pökkun. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Hertar reglur yrðu til trafala

Engar sérstakar reglur gilda um eftirlit með laxalús í eldislaxi umfram hefðbundið eftirlit, það er að segja það eru engin tiltekin mörk sem laxalúsin þarf að fara yfir. Að mati Sigríðar telur hún að ekki þurfi að herða reglur sem varða eftirlit með laxalús. 

„Hættan við að setja ákveðin mörk og herða eftirlit er að það muni fjölga meðhöndlunum og mögulega ýta undir lyfjaónæmi hjá laxalúsinni. Við teljum að við séum í góðri stöðu til að taka stefnu sem hvetur fyrirtækin til að nota blandaðar fyrirbyggjandi aðgerðir. Laxeldi er að stækka og við höldum áfram að vera vakandi og í góðri samvinnu við fiskeldið,“ segir Sigrún. 

Laxeldi í sjókvíum.
Laxeldi í sjókvíum. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Hermannaúlpa
Hermannaúlpa til sölu, 2 stk. L- XL. Upplýsingar í síma: 8935005...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...