Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær. mbl.is/Ófeigur

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að borgarastyrjöld ríki innan Framsóknarflokksins. Þetta sagði hann í Silfrinu á RÚV í hádeginu þar sem meðal annars var rætt um nýtt Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra.

Velti Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, því þar upp hvort stofnun félagsins væri fyrsta skrefið í klofningi flokksins. Eiríkur sagði að framtakið væri mjög áhugavert komandi frá Sigmundi, sem var helsti forystumaður flokksins.

Klókt ef Sigmundur ætlar sér aftur í forystu

„Þetta getur verið feykilega klókt hjá Sigmundi ef hann ætlar sér aftur í forystu,“ sagði Eiríkur og benti á að Sigmundur geti þá skorað Sigurð Inga Jóhannsson, núverandi formann flokksins, á hólm á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar. „Tapi hann er hann tilbúinn með tæki sem hægt er að breyta í flokk.“

Sigmundur hefur sjálfur greint frá því að með stofnun félagsins sé hann ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Eftir stofnfundinn í gær sagðist hann frekar líta á félagið sem hreyfingu fyrir stjórnmálaflokkana sem myndi nýtast sem nokkurs konar hugmyndaverksmiðja.

Framfarafélagið; að fara fram?

„Þetta tiltæki Sigmundar að stofna sinn eigin vettvang virðist litast af hans skoðunum að hann verði að leiða eitthvað,“ sagði Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sem var einnig gestur í þættinum. „Manni sýnist þetta snúast um hans þörf til að hafa völd.“

Þá velti hann því upp hvort nafnið, Framfarafélagið, væri orðaleikur og vísaði til þess að fara fram, þ.e. bjóða fram í næstu kosningum.

„Hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump“

Þá vísaði Jón Trausti í ræðu Sigmundar á fundinum í gær þar sem hann fjallaði um það að stjórnmál væru að breytast í grundvallaratriðum og slíkt kallaði á viðbrögð. „Hann stillir kerfinu upp sem vandamálinu og stillir fjölmiðlum upp sem hluta af kerfinu. Þetta eru hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump, en svo varar hann sjálfur við öfgaöflum í samlíkingu við Trump,“ sagði hann og hélt áfram: „Hann nýtir sér sambærilegar aðferðir og Trump, en þó ekki eins róttækar.“

Sagði hann Sigmund þegar vera með vettvang til að koma fram sínum hugmyndum. Sá vettvangur væri Alþingi. „Síðast þegar ég vissi hafði hann ekki mætt í eina atkvæðagreiðslu á þinginu. Og af 19 fundum í utanríkismálanefnd þar sem hann er aðalmaður hefur hann mætt fimm sinnum og þar af fjórum sinnum of seint,“ sagði Jón Trausti. „Ef hann væri í skóla væri búið að reka hann.“

Uppgjörið fari fram í janúar

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður var einnig gestur í þættinum og sagði hann að Sigmundur væri með stofnun félagsins að búa til vettvang og uppgjörið færi fram á flokksþinginu í janúar. Sagðist hann þó myndu fagna því að stjórnmálaflokkar byggju til hugmyndir og langtímastefnumótun.

Þá var Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi framkvæmdastjóri, einnig gestur í þættinum og sagði hún að ræða Sigmundar hefði verið þversagnakennd. „Hann sagði það vont ef niðurstaðan í þinginu væri 63-0 sem er skrítin hugmynd út frá öðru sem hann var að tala um. Mér finnst skrítið að við skulum líta svo á að ef þú fáir ekki allt sem þú baðst um tapir þú,“ sagði hún. „Pólitískt ertu alltaf að færa þig aðeins áfram og það er óheiðarlegt við kjósendur að halda því fram að þú getir alltaf fengið allt.“

mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...