Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Framfarafélagsins í gær. mbl.is/Ófeigur

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að borgarastyrjöld ríki innan Framsóknarflokksins. Þetta sagði hann í Silfrinu á RÚV í hádeginu þar sem meðal annars var rætt um nýtt Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra.

Velti Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, því þar upp hvort stofnun félagsins væri fyrsta skrefið í klofningi flokksins. Eiríkur sagði að framtakið væri mjög áhugavert komandi frá Sigmundi, sem var helsti forystumaður flokksins.

Klókt ef Sigmundur ætlar sér aftur í forystu

„Þetta getur verið feykilega klókt hjá Sigmundi ef hann ætlar sér aftur í forystu,“ sagði Eiríkur og benti á að Sigmundur geti þá skorað Sigurð Inga Jóhannsson, núverandi formann flokksins, á hólm á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar. „Tapi hann er hann tilbúinn með tæki sem hægt er að breyta í flokk.“

Sigmundur hefur sjálfur greint frá því að með stofnun félagsins sé hann ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Eftir stofnfundinn í gær sagðist hann frekar líta á félagið sem hreyfingu fyrir stjórnmálaflokkana sem myndi nýtast sem nokkurs konar hugmyndaverksmiðja.

Framfarafélagið; að fara fram?

„Þetta tiltæki Sigmundar að stofna sinn eigin vettvang virðist litast af hans skoðunum að hann verði að leiða eitthvað,“ sagði Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sem var einnig gestur í þættinum. „Manni sýnist þetta snúast um hans þörf til að hafa völd.“

Þá velti hann því upp hvort nafnið, Framfarafélagið, væri orðaleikur og vísaði til þess að fara fram, þ.e. bjóða fram í næstu kosningum.

„Hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump“

Þá vísaði Jón Trausti í ræðu Sigmundar á fundinum í gær þar sem hann fjallaði um það að stjórnmál væru að breytast í grundvallaratriðum og slíkt kallaði á viðbrögð. „Hann stillir kerfinu upp sem vandamálinu og stillir fjölmiðlum upp sem hluta af kerfinu. Þetta eru hlutir sem minna á stjórnmál Donalds Trump, en svo varar hann sjálfur við öfgaöflum í samlíkingu við Trump,“ sagði hann og hélt áfram: „Hann nýtir sér sambærilegar aðferðir og Trump, en þó ekki eins róttækar.“

Sagði hann Sigmund þegar vera með vettvang til að koma fram sínum hugmyndum. Sá vettvangur væri Alþingi. „Síðast þegar ég vissi hafði hann ekki mætt í eina atkvæðagreiðslu á þinginu. Og af 19 fundum í utanríkismálanefnd þar sem hann er aðalmaður hefur hann mætt fimm sinnum og þar af fjórum sinnum of seint,“ sagði Jón Trausti. „Ef hann væri í skóla væri búið að reka hann.“

Uppgjörið fari fram í janúar

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður var einnig gestur í þættinum og sagði hann að Sigmundur væri með stofnun félagsins að búa til vettvang og uppgjörið færi fram á flokksþinginu í janúar. Sagðist hann þó myndu fagna því að stjórnmálaflokkar byggju til hugmyndir og langtímastefnumótun.

Þá var Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi framkvæmdastjóri, einnig gestur í þættinum og sagði hún að ræða Sigmundar hefði verið þversagnakennd. „Hann sagði það vont ef niðurstaðan í þinginu væri 63-0 sem er skrítin hugmynd út frá öðru sem hann var að tala um. Mér finnst skrítið að við skulum líta svo á að ef þú fáir ekki allt sem þú baðst um tapir þú,“ sagði hún. „Pólitískt ertu alltaf að færa þig aðeins áfram og það er óheiðarlegt við kjósendur að halda því fram að þú getir alltaf fengið allt.“

mbl.is

Innlent »

Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

16:14 „Þetta samtal er aðeins að þróast. Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum fundi flokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

„Við þurfum að standa okkur betur“

16:10 „Þetta er ekki gott. Það verður eitthvað að gera í þessu, þetta má ekki ganga svona,“ segir sóttvarnarlæknir. Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 kemur í ljós að þátttaka í bólusetningum við 12 mánaða og 4 ára aldur hefur dregist saman milli ára. Meira »

Býst ekki við þingfundi í vikunni

15:31 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku. Meira »

Byggðastofnun hefði mátt vanda betur til verka

15:13 Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi fyrir sunnanverða Vestfirði. Meira »

„Nei, það var engin niðurstaða“

15:07 Engin niðurstaða varð á nýafstöðnum fundi formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Formennirnir funduðu með forseta Alþingis í þinghúsinu og stóð fundurinn í einn og hálfan tíma. Ekki náðist samstaða um þau mál sem talið er einna brýnast að ljúka. Meira »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

14:47 „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Óviðunandi þátttaka í bólusetningum

14:36 Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 var svipuð og árið 2015, nema við 12 mánaða og 4 ára aldur þar sem hún var töluvert lakari á árinu 2016. Líkur eru á að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Ef þátttaka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Meira »

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

14:45 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni í dag eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Meira »

WOW air býður upp á hádegisflug

14:06 Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor. Meira »

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

14:01 Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson. Meira »

Vatnaskemmdir í Berufirði

13:59 Vegna vatnavaxta hefur vegur skemmst við bæinn Núp í norðanverðum Berufirði og er þar nú aðeins fært á litlum bílum. Ökumönnum stærri bíla er bent á að fara veginn um Öxi. Meira »

Páll hættur hjá Hæstarétti Íslands

13:39 Páli Hreinssyni var veitt lausn frá embætti dómara við Hæstarétt Íslands síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Hæstaréttar. Meira »

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

13:05 Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur fimm bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í 203 Kópavogi. 32m2 með...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...