600 skjálftar á viku

AFP

Tæplega 600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, 22. maí - 28. maí, sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan.

Sex jarðskjálftar yfir 3 að stærð mældust í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,9 að stærð í Bárðarbungu 27. maí kl. 09:36. Talsvert færri jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu en í síðustu viku.

Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,6 og einn af stærðinni 3,5 mældust í jarðskjálftahrinu norðvestur af Kolbeinsey 25. maí. Jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 3,1 mældust á Ægishrygg um 300 km austan við Ísland 26. maí. Jarðskjálftahrinan norðaustur af Flatey á Skjálfanda sem hófst fyrir um tveimur vikum hélt áfram og mældust tæplega 140 jarðskjálftar þar í vikunni. Svipaður fjöldi jarðskjálfta mældist undir Mýrdalsjökli samanborðið við síðustu viku. Enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni, samkvæmt yfirliti jarðvársviðs Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert