Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlofs

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti ...
Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. Það er verkefni hvers og eins sveitarfélaganna 74 að ákveða þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst þar sem ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dagvistunarúrræði. Þetta kemur fram í skýrslu BSRB um dagvistunarúrræði á öllu landinu. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. Um 60% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum. Börn á Íslandi eru að meðaltali rúmlega 20 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 21% sveitarfélaga þurfa börn að bíða eftir leikskólaplássi eftir að viðmiðunar- eða lágmarksaldri er náð en í þeim sveitarfélögum búa 65% landsmanna. 

Ber ekki skylda að greiða niður þjónustu við dagforeldra

Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila. Sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða kostnað vegna þjónustu dagforeldra né að tryggja framboð þeirra. Dagforeldrar eru starfandi í 28% sveitarfélaga á landinu, en 88% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum, segir jafnframt í skýrslunni.  

Í þremur sveitarfélögum sem buðu upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri höfðu verið teknar upp heimgreiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi og fram að leikskóla vegna þess að engir dagforeldrar fengust til starfa. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna ...
Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. mbl.is/Ásdís

Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlof í 12 mánuði

Sjö sveitarfélög bjóða upp á leikskóla frá 9 mánaða aldri. „Stöðug umræða eða fyrirhuguð
endurskoðun á inntökualdri er fyrir hendi hjá nærri öllum sveitarfélögum þar sem inntökualdur eða viðmiðunaraldur er hærri en 12 mánaða.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Í svörum frá sveitarfélögum um þessi mál segjast mörg þeirra vera að bíða eftir því að ríkið lengi fæðingarorlof úr 9 mánuðum í 12 mánuði. „Annað sveitarfélag sagði endurskoðun og lækkun inntökualdurs á leikskólum velta á því hvað stjórnvöld hygðust gera“.

Þar af leiðandi verður tímabilið þar sem foreldrar þurfa að brúa ýmist þrír til sex mánuðir þar til barninu er tryggð dagvistun. Almennt eru það mæður sem axla meginábyrgðina við að brúa þetta svonefnda umönnunarbil sem er sá tími sem tekur við að loknu fæðingarorlofi foreldra og þar til barni er tryggt leikskólapláss eða annað dagvistunarúrræði af hálfu hins opinbera.

Umönnunartímabilið er jafnframt mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett og fer eftir því hvort sveitarfélögin bjóða upp á leikskólapláss. Þar sem mæður axla frekar þessa ábyrgð og þær eru lengur frá vinnumarkaði en karlar hafa karlar og konur ólíka stöðu á vinnumarkaði.  

Á öðrum Norðurlöndum er vistun barna tryggð eftir orlof

„Á öðrum Norðurlöndum er lögbundinn réttur barna til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig er tryggð er samfella fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða að loknu fæðingarorlofi.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

Í skýrslunni er vitnað í norræna sérfræðinga í jafnréttismálum sem segja að „þróun jafnréttismála einkennist af stöðnun“. Þess vegna verði stjórnvöld að hugsa vel næstu skref og „grípa til aðgerða sem varða alla þá þætti sem hafa áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði til að uppræta kynjamisrétti.“ 

Herferðin Betra fæðingarorlof

Skýrslan var unnin til að framfylgja stefnu BSRB um fjölskylduvænna samfélag og liður í því er sú krafa að fæðingarorlof sé lengt og börnum sé tryggð örugg dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Haustið 2016 stóðu BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) saman að herferðinni Betra fæðingarorlof. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...