Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlofs

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti ...
Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Núverandi skipan dagvistunarmála barna tryggir að litlu sem engu leyti báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. Það er verkefni hvers og eins sveitarfélaganna 74 að ákveða þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst þar sem ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dagvistunarúrræði. Þetta kemur fram í skýrslu BSRB um dagvistunarúrræði á öllu landinu. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. Um 60% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum. Börn á Íslandi eru að meðaltali rúmlega 20 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 21% sveitarfélaga þurfa börn að bíða eftir leikskólaplássi eftir að viðmiðunar- eða lágmarksaldri er náð en í þeim sveitarfélögum búa 65% landsmanna. 

Ber ekki skylda að greiða niður þjónustu við dagforeldra

Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila. Sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða kostnað vegna þjónustu dagforeldra né að tryggja framboð þeirra. Dagforeldrar eru starfandi í 28% sveitarfélaga á landinu, en 88% landsmanna búa í þeim sveitarfélögum, segir jafnframt í skýrslunni.  

Í þremur sveitarfélögum sem buðu upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri höfðu verið teknar upp heimgreiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi og fram að leikskóla vegna þess að engir dagforeldrar fengust til starfa. 

Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna ...
Helmingur sveitarfélaga er með skráðar reglur um tiltekinn inntökualdur barna á leikskólum. mbl.is/Ásdís

Bíða eftir ríkinu um lengingu fæðingarorlof í 12 mánuði

Sjö sveitarfélög bjóða upp á leikskóla frá 9 mánaða aldri. „Stöðug umræða eða fyrirhuguð
endurskoðun á inntökualdri er fyrir hendi hjá nærri öllum sveitarfélögum þar sem inntökualdur eða viðmiðunaraldur er hærri en 12 mánaða.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Í svörum frá sveitarfélögum um þessi mál segjast mörg þeirra vera að bíða eftir því að ríkið lengi fæðingarorlof úr 9 mánuðum í 12 mánuði. „Annað sveitarfélag sagði endurskoðun og lækkun inntökualdurs á leikskólum velta á því hvað stjórnvöld hygðust gera“.

Þar af leiðandi verður tímabilið þar sem foreldrar þurfa að brúa ýmist þrír til sex mánuðir þar til barninu er tryggð dagvistun. Almennt eru það mæður sem axla meginábyrgðina við að brúa þetta svonefnda umönnunarbil sem er sá tími sem tekur við að loknu fæðingarorlofi foreldra og þar til barni er tryggt leikskólapláss eða annað dagvistunarúrræði af hálfu hins opinbera.

Umönnunartímabilið er jafnframt mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett og fer eftir því hvort sveitarfélögin bjóða upp á leikskólapláss. Þar sem mæður axla frekar þessa ábyrgð og þær eru lengur frá vinnumarkaði en karlar hafa karlar og konur ólíka stöðu á vinnumarkaði.  

Á öðrum Norðurlöndum er vistun barna tryggð eftir orlof

„Á öðrum Norðurlöndum er lögbundinn réttur barna til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig er tryggð er samfella fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða að loknu fæðingarorlofi.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

Í skýrslunni er vitnað í norræna sérfræðinga í jafnréttismálum sem segja að „þróun jafnréttismála einkennist af stöðnun“. Þess vegna verði stjórnvöld að hugsa vel næstu skref og „grípa til aðgerða sem varða alla þá þætti sem hafa áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði til að uppræta kynjamisrétti.“ 

Herferðin Betra fæðingarorlof

Skýrslan var unnin til að framfylgja stefnu BSRB um fjölskylduvænna samfélag og liður í því er sú krafa að fæðingarorlof sé lengt og börnum sé tryggð örugg dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Haustið 2016 stóðu BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) saman að herferðinni Betra fæðingarorlof. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
Tek að mér húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald o.fl. fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 mannin...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...