Tillaga ráðherra fer úr nefndinni í klofningi

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur tekið tillögu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra varðandi skipan dómara í Landsrétt út úr nefndinni.

„ Við erum búin að taka þetta út úr nefndinni þannig að þetta fer bara fyrir þingið í kvöld,“ segir Njáll Trausti Friðberts­son, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í fjar­veru Brynj­ars Ní­els­son­ar.

„Niðurstaða er að meirihlutinn samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um hennar breytingu, að þessir 11 sem dómnefndin valdi haldi sér og svo bætist við fjórir sem voru samkvæmt tillögu hennar.“

Minnihluti nefndarinnar er ekki sáttur við þessa afgreiðslu og segir Njáll Trausti vissulega ekki æskilegt að málið fari út úr nefndinni í klofningi. Hann viti þó ekki hvort minnihlutinn muni skila inn sameiginlegu áliti um málið.

„Auðvitað hefðum við gjarnan vilja hafa sameiginlegt áliti frá nefndinni um þetta mál, en það náðist ekki í þetta skipti,“ segir Njáll Trausti og kveðst gera ráð fyrir að málið fari fyrir þingið „í kvöld eða nótt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert