„Þurfum að klára þetta í dag“

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við þurfum að klára þetta í dag með einhverjum hætti,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fjarveru Brynjars Níelssonar.

Nefndin fundar klukkan 10 um tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

„Við erum að halda áfram vinnu við málið. Við erum að fara í gegnum gögnin og reyna að fá frekari upplýsingar,“ segir hann.

Ekki er búið að boða annan fund um málið í dag en þrír fundir voru haldnir í gær. „Við ætlum að sjá hvernig þetta þróast.“

Að sögn Njáls Trausta hefur dómsmálaráðherra ekki verið boðaður á fundinn á eftir en hann hafði ekki upplýsingar um hverjir myndu koma fyrir nefndina í þetta sinn.

Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í gær voru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður Dómarafélags Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert