Lögmannafélagið svarar nefndinni

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins.
Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. mbl.is/Styrmir Kári

Lögmannafélag Íslands hefur frest til klukkan 14 í dag til að skila svari til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis með afstöðu sinni til tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétti.

Þetta staðfestir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, við mbl.is. „Við erum með þetta í skoðun í augnablikinu.“

Nefndin óskaði eftir afstöðu félagsins. Fresturinn átti upphaflega að renna út klukkan 12 í dag en hann var framlengdur um tvær klukkustundir.

Reimar kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær en sat ekki fund hennar í morgun.

Hann segir að nefndin hefði lýst yfir afstöðu sinni til tillögu ráðherra þegar hún kom fyrst fram en síðan þá hafa fleiri upplýsingar komið fram.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert