Tókst óvænt að landa samningi

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður SA, …
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður SA, Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri mannauðs og árangurs hjá Isavia, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Ljósmynd/SFR

Skrifað var undir kjarasamning SFR og Isavia í gærkvöldi. Fyrri samningur var felldur 25. apríl og var kjaradeilunni í kjölfarið vísað til ríkissáttasemjara um miðjan síðasta mánuð.

Fram kemur í fréttatilkynningu að á öðrum fundi samninganefndanna með ríkissáttasemjara í gær hafi óvænt náðst samkomulag sem skrifað hafi verið undir. Samningurinn feli í sér meiri hækkun og er haft eftir Árna Stefáni Jónssyni, formanni SFR, að hann sé vongóður um að hann verði samþykktur.

Stefnt er að því að nýr kjarasamningur verði kynntur á fundum með félagsmönnum fljótlega eftir helgi og í kjölfarið fari fram rafræn kosning um hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert