Hótuðu málþófi vegna frumvarps

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra mbl.is/Golli

„Andstaða Vinstri grænna og Pírata við frumvarpið var mjög hörð og hótað var málþófi ef ætlunin væri að málið næði fram að ganga. Ég hafði fengið málið samþykkt í ríkisstjórn, sem fór síðan nokkuð fljótt í gegnum þingflokka Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Viðreisn lá hins vegar lengi á málinu og var treg, en hleypti því í gegn að lokum,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Á haustþingi hyggst Jón leggja að nýju fram á Alþingi frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem gerir ráð fyrir fjölgun fulltrúa í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 100 þúsund eða fleiri. Mál þetta var til umfjöllunar á vorþingi en mætti þar mikilli andstöðu og var á endanum tekið af dagskrá til að greiða fyrir þinglokum.

Undið sé ofan af lagabreytingum

Með vísan til íbúatölunnar ná áhrif þessa frumvarps aðeins til Reykjavíkur og þar eru borgarfulltrúarnir í dag 15 talsins, en verða 23 til 31 komi lög frá árinu 2011 til framkvæmda. Á nýafstöðu vorþingi lagði ráðherrann fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að undið verði ofan af lagabreytingunni frá 2011 og að borgarfulltrúar verði jafn margir og nú, en aldrei fleiri en 21.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert