Gengisþróunin lækkar laun sjómanna

Sjómannadagurinn er framundan með hátíðahöldum um allt land.
Sjómannadagurinn er framundan með hátíðahöldum um allt land. mbl.is/Golli

„Ég hef ekki yfirsýn yfir allan flotann, en það sem ég heyri er að það sé orðið erfitt að manna sum skipin,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, spurður um áhrif mikillar styrkingar krónunnar og lægra fiskverðs. „Línubátarnir eru oftast nefndir í þessu sambandi, enda að mörgu leyti erfiðasti veiðiskapurinn og minnst út úr honum að hafa, en ég hef líka heyrt að erfiðara sé að manna ísfisktogarana en áður var.“

Sér ekki fyrir endann á gengisþróuninni

Sjómenn voru alls í 10 vikna verkfalli í desember, janúar og fram til 20. febrúar í vetur að samningar við útgerðarmenn voru samþykktir. Á þeim tíma voru sjómenn með takmarkaðar tekjur og síðan hefur fiskverð lækkað. Í gær var gengi sterlingspundsins 126 krónur, fyrir réttu ári var það 177 krónur og 5. júní 2015 var gengi pundsins skráð 202 krónur.

„Meðan gengið heldur stöðugt áfram að styrkjast lækkar fiskverð og tekjur sjómanna. Lækkun upp á tugi prósenta hefur mikil áhrif og það virðist ekki séð fyrir endann á því,“ segir Hólmgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert