Sexmenningarnir yfirheyrðir

Frá aðgerðum lögreglu í kvöld.
Frá aðgerðum lögreglu í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Grímur Grímsson, yf­ir­maður miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lögreglunnar, segir að sexmenningarnir sem voru handteknir vegna andláts manns í Mosfellsdal í kvöld hafi allir verið handteknir á staðnum.

Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort fólkið, fimm karlar og ein kona, yrðu úrskurðuð í gæsluvarðhald. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það,“ segir Grímur í samtali við mbl.is og bætir við að fólkið verði yfirheyrt í kvöld.

Karl­maður um fer­tugt var úr­sk­urðaður lát­inn á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi í kvöld, en þangað var hann flutt­ur eft­ir að hafa orðið fyr­ir lík­ams­árás í Mos­fells­dal.

Spurður að því hvort bifreið sem var fjarlægð af vettvangi tengist málinu á einhvern hátt segir Grímur ekkert benda til þess. „Almennt séð í svona málum ef bílar tengjast þeim sem eru handteknir þá er lagt hald á þá,“ segir Grímur og bætir við að það sé til að hægt sé að leita í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert