Sexmenningarnir leiddir fyrir dómara

Einn sakborninganna.
Einn sakborninganna. mbl.is/Ófeigur

Þessa stundina eru sexmenningarnir sem handteknir voru í gær eftir að karlmaður á fertugsaldri lést í kjölfar þess að hann varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás við heim­ili sitt að Æsu­stöðum í Mos­fells­dal leiddir fyrir dómara, einn af öðrum.

Tveir af þeim sex sem voru handteknir hafa verið leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar þetta er skrifað.

Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 18.24 í gærkvöldi og fjölmennt lið lögreglu var sent á vettvang. Fimm karlar og eina kona voru handtekin og hinir hand­teknu voru yf­ir­heyrðir í nótt og fram und­ir morg­un. 

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að lögregla myndi fara fram á gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert