Ný göng óhjákvæmileg

Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.
Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.

„Norðmenn trompa okkur í þessum málum,“ segir Gísli Gíslason, einn forsvarsmanna Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöng, um samgönguáætlanir Norðmanna. Hann segir aðrar Norðurlandaþjóðir átta sig betur á mikilvægi góðra samgangna og telur að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg vegna aukinnar umferðar.

Aðgerðir Norðmanna og Færeyinga jákvæðar

mbl.is fjallaði í vikunni um stórtækar áætlanir Norðmanna um að byggja 26,7 kílómetra löng jarðgöng undir sjó. Gísli segir aðgerðir Norðmanna afar jákvæðar. „Þeir eru dálítið að trompa okkur.“ Hann bætir svo við að það sama eigi við um Færeyinga. „Færeyingar eru einnig að búa til göng. Þau eru 20 kílómetra löng á milli Rúnavíkur og Þórshafnar. Það er 40 milljarða króna verkefni.“

Gísli segir Norðmenn og Færeyinga löngu hafa áttað sig á að bættar samgöngur með jarðgöngum hafi gríðarleg áhrif á búsetuskilyrði. Þeir séu framsýnni. „Við höfum verið seinni til en sömu staðreyndir eiga auðvitað líka við um okkur Íslendinga. Þetta er öryggismál og búsetuskilyrðismál.“

„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem ...
„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni.“ mbl.is/Sigurður Bogi

Öryggismál vegfarenda efst í forgangi

Framtíð Hvalfjarðarganga og möguleg endurnýjun þeirra er nú í skoðun hjá sérstakri nefnd á vegum Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Framtíð ganganna hefur lengi verið óljós og Gísli segir ekki víst hvenær niðurstöður liggja fyrir. „Mín skoðun er og hefur verið býsna mjög lengi, að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg og þar eru öryggismál vegfarenda efst í forgangi.“

Hann segist lengi hafa talað fyrir tvöföldun ganganna við litlar undirtektir. „Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni en nú í ljósi þróunar umferðar hefur mönnum orðið æ ljósara að tvöföldun ganganna er óhjákvæmileg innan tiltölulega skamms tíma. Menn hafa einhvern tíma en hann telst í fáum árum,“ segir Gísli.

15 milljarða verkefni

Gísli segir það nauðsynlegt að byggja sjálfstæð göng við hliðina á núverandi göngum með öryggisgöngum á milli hinni eldri og nýrri ganga. „Ég held að fáum detti í hug að það sé önnur lausn á borðinu.“ Hann segir að kostnaður við slík framkvæmd sé áætlaður um 15 milljarðar króna.

Gísli segir að þegar litið sé til samgönguverkefna annarra Norðurlanda þá sé þetta ekki stór upphæð. Hvalfjarðargöng séu nauðsynlegur hluti af samgöngum Íslendinga. „Hvalfjarðargöng eru svo góð samgöngubót að það má ekki sofna á verðinum þegar kemur að þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þeirra er ábyrgðin“

17:37 Formaður Rafiðnaðarsamband Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun, því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út auka mannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í Munchen eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka fyrra flug. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduð til klukkan þrjú í nótt, þegar uppúr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Iðnaðarhúsnæði óskast
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...