Ný göng óhjákvæmileg

Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.
Gísli Gíslason, einn af forvígismönnum Spalar.

„Norðmenn trompa okkur í þessum málum,“ segir Gísli Gíslason, einn forsvarsmanna Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöng, um samgönguáætlanir Norðmanna. Hann segir aðrar Norðurlandaþjóðir átta sig betur á mikilvægi góðra samgangna og telur að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg vegna aukinnar umferðar.

Aðgerðir Norðmanna og Færeyinga jákvæðar

mbl.is fjallaði í vikunni um stórtækar áætlanir Norðmanna um að byggja 26,7 kílómetra löng jarðgöng undir sjó. Gísli segir aðgerðir Norðmanna afar jákvæðar. „Þeir eru dálítið að trompa okkur.“ Hann bætir svo við að það sama eigi við um Færeyinga. „Færeyingar eru einnig að búa til göng. Þau eru 20 kílómetra löng á milli Rúnavíkur og Þórshafnar. Það er 40 milljarða króna verkefni.“

Gísli segir Norðmenn og Færeyinga löngu hafa áttað sig á að bættar samgöngur með jarðgöngum hafi gríðarleg áhrif á búsetuskilyrði. Þeir séu framsýnni. „Við höfum verið seinni til en sömu staðreyndir eiga auðvitað líka við um okkur Íslendinga. Þetta er öryggismál og búsetuskilyrðismál.“

„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem ...
„Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni.“ mbl.is/Sigurður Bogi

Öryggismál vegfarenda efst í forgangi

Framtíð Hvalfjarðarganga og möguleg endurnýjun þeirra er nú í skoðun hjá sérstakri nefnd á vegum Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Framtíð ganganna hefur lengi verið óljós og Gísli segir ekki víst hvenær niðurstöður liggja fyrir. „Mín skoðun er og hefur verið býsna mjög lengi, að ný Hvalfjarðargöng séu óhjákvæmileg og þar eru öryggismál vegfarenda efst í forgangi.“

Hann segist lengi hafa talað fyrir tvöföldun ganganna við litlar undirtektir. „Á liðnum árum hafa menn ekki litið á þetta sem mjög aðkallandi verkefni en nú í ljósi þróunar umferðar hefur mönnum orðið æ ljósara að tvöföldun ganganna er óhjákvæmileg innan tiltölulega skamms tíma. Menn hafa einhvern tíma en hann telst í fáum árum,“ segir Gísli.

15 milljarða verkefni

Gísli segir það nauðsynlegt að byggja sjálfstæð göng við hliðina á núverandi göngum með öryggisgöngum á milli hinni eldri og nýrri ganga. „Ég held að fáum detti í hug að það sé önnur lausn á borðinu.“ Hann segir að kostnaður við slík framkvæmd sé áætlaður um 15 milljarðar króna.

Gísli segir að þegar litið sé til samgönguverkefna annarra Norðurlanda þá sé þetta ekki stór upphæð. Hvalfjarðargöng séu nauðsynlegur hluti af samgöngum Íslendinga. „Hvalfjarðargöng eru svo góð samgöngubót að það má ekki sofna á verðinum þegar kemur að þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Námsgögn barna verði gjaldfrjáls

05:30 Foreldrafélög í Breiðholti hafa skorað á yfirvöld í Reykjavík að gera skólagögn gjaldfrjáls fyrir grunnskólabörnin í borginni en skólastarf grunnskólanna er að hefjast núna í vikunni. Meira »

Lág tilboð í gatnagerð

05:30 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Til sölu Ford Escape jeppi
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
Bækurnar að vestan í afmælisgjafir!
Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7,500 Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7,500 ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...