Braut ekki gegn Ólafi í meiðyrðamáli

Ólafur Arnarson.
Ólafur Arnarson. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska ríkið braut ekki gegn tjáningarfrelsi Ólafs Arnarsonar þegar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann til að greiða Friðriki J. Arngrímssyni, þáverandi framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, 300.000 kr. í miskabætur í meiðyrðamáli árið 2012. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu.

Dómurinn var birtur í dag.

Mannréttindadómstóllinn segir að héraðsdómur hafi ekki brotið gegn 10. grein laga um mannréttindasáttamála Evrópu sem varðar tjáningarfrelsi einstaklinga.

Málið snýst um færslu sem Ólafur, sem starfar í dag sem formaður Neytendasamtakanna, skrifaði á vefmiðilinn Pressuna í júlí árið 2010 undir yfirskriftinni „Getur Friðrik ekki betur?“. Þar hélt Ólafur því fram að LÍÚ, sem var þá undir stjórn Friðriks, bæri ábyrgð á „níðskrifum“ sem birt væri í skjóli nafnleyndar á vefsíðunni AMX og að LÍÚ styddi vefmiðilinn um 20 milljónir á ári í gegnum dulbúnar greiðslur. Ólafur hélt því fram að hann hefði hafi hann skrifað þetta í góðri trú en upplýsingarnar hefðu verið byggðar á frétt sem birtist í DV.

Friðrik höfðaði meiðyrðamál gegn Ólafi og hafði sigur, en dómurinn féll í lok nóvember 2012.

Ólafur áfrýjaði til Hæstaréttar sem synjaði honum. Þá skaut hann málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem segir meðal annars að Ólafur hafi ekki getað fært sönnur á sínum fullyrðingum. Ennfremur segir Mannréttindadómstóllinn dómur héraðsdóms hafi verið eðlilegur og bótahæðin hófleg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert