Enginn listi haldinn vegna hatursglæpa

mbl.is/Júlíus

Umræða hefur skapast um meinta háttsemi Eyrúnar Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa hatursglæpa, en einn viðmælenda Morgunblaðsins um málið fullyrðir að lögreglufulltrúinn „hringi í fólk og tjái því að það sé komið á lista hjá henni og skuli því vara sig“.

Eyrún segir að ekki sé haldinn listi yfir fólk og að það hafi aldrei verið gert. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögregluna ekki hafa heimild til að halda lista yfir fólk. Persónugreinanlegir listar yrðu alltaf bundnir samþykki Persónuverndar.

Annar viðmælandi blaðsins segir Eyrúnu hafa hringt í sig án þess að hafa verið kynnt sakarefnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert