Bændur óttast verðlækkun

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sterkt gengi krónunnar og lokun markaða fyrir kindakjöt, t.d. í Noregi og Rússlandi, veldur því að það hefur gengið illa að selja kindakjöt að sögn formanns Bændasamtakanna, Sindra Sigurgeirssonar, en hann bindur vonir við það að Samkeppniseftirlitið veiti undanþágu til samstarfs slátursleyfishafa við útflutning kindakjöts. Undanþágubeiðnin rúmast innan samkeppnislaga. Ef undanþágan fæst getur Markaðsráð kindakjöts gengið til samninga við sláturleyfishafa um að flytja út ákveðið magn af kindakjöti. Sláturleyfishafar axla þá sameiginlega ábyrgð á því sem þarf að flytja út.

Afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði á liðnu ári og segist Sindri óttast enn frekari lækkun.

„Lækkunin var mismikil eftir sláturhúsum en við teljum að hún hafi verið 9-10% að meðaltali,“ er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag.

Atvinnurekendur ósáttir

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráði kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Segir félagið hugmyndirnar stórkostlega gallaðar og ólögmætar og muni aðeins skaða hagsmuni neytenda.

Félagið hefur sent Samkeppniseftirlitinu svar við umsagnarbeiðni um málið þar sem bent er á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Ljósmynd/Bændasamtökin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert