Er algjör rokkari í mér

Greta sér ekki fram á mikið frí í sumar því ...
Greta sér ekki fram á mikið frí í sumar því nóg er að gera í tónlistinni alla daga. Ásdís Ásgeirsdóttir

Krakkarnir í hverfinu heilsa Gretu Salóme þar sem við göngum eftir stíg við heimili hennar í Mosfellsbæ þar sem hún er alin upp. Hún heilsar þeim á móti og segist stundum fá blóm og bréf inn um bréfalúguna frá ungum aðdáendum í hverfinu. „Það er bara krúttlegt,“ segir hún brosandi. Það er strax ljóst að hún hefur frá mörgu að segja og við komum okkur þægilega fyrir í stofunni á fallegu heimili hennar. „Viltu Pepsi Max?“ er það fyrsta sem hún segir. Blaðamaður þiggur vatnssopa og hún hellir gosi í glas sitt. Hún er kvik í hreyfingum, talar hratt og hlær mikið. Hún segir dagana pakkaða og ekkert frí í kortunum, en þannig vilji hún hafa það.

Fiðlan framlenging handanna

Tónlistarnám Gretu hófst þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún lærði á fiðlu eftir Suzuki-aðferðinni. „Mín fyrsta minning er af mér með fiðluna, ég á engar minningar fyrir þann tíma. Fiðlan hefur alltaf verið eins og framlenging af höndunum á mér. Frá því að ég var átta ára var ljóst að tónlistin yrði stór þáttur í lífi mínu. Ég áttaði mig kannski ekki á hvert það myndi leiða mig, en það var alveg skýrt,“ segir hún. „Ég kem frá mjög músíkalskri fjölskyldu og það var alltaf mikil tónlist á heimilinu og mikið dansað.“

Gretu líður best á sviði og nýtur þess að koma ...
Gretu líður best á sviði og nýtur þess að koma fram og skemmta fólki. Mummu Lu

Spurningin sem breytti öllu

Varstu alltaf ákveðin í að leggja tónlistina fyrir þig?
„Ég vissi alltaf að ég vildi vera fiðluleikari. Það sem ég vissi ekki var hvers konar tónlistarkona ég yrði. Ég hef alltaf verið smá „rebel“ í mér og hef gaman af því að spila alls konar ólíka stíla, og mér finnst gaman að syngja líka og semja. Þegar ég var í þessu stranga klassíska umhverfi var ekki mikið svigrúm til að prófa sig áfram þannig ég var alltaf aðeins inni í skelinni með það, alveg þar til svona um 23 ára aldur. Ég man nákvæmlega hvað það var sem varð til þess að ég leyfði mér að fara út fyrir kassann. Ég var á námskeiði í Skálholti þegar ég var að byrja í meistaranáminu og þar var maður sem heitir Peter Renshaw sem var þá um áttrætt. Hann var fiðluleikari og hafði verið skólastjóri í skóla fyrir undrabörn í Bretlandi. Hann segir við mig: „Ég veit alveg að þú getur spilað á fiðluna, það er enginn vafi á því. En hvað langar þig að gera í tónlist?“ Ég man að ég fattaði að ég væri búin með tuttugu ára nám í tónlist, og ég hafði aldrei verið spurð að þessu. Og ég hafði aldrei spurt sjálfa mig að þessu heldur! Hann hristi heldur betur upp í mér. Eftir það fór ég í sjálfskoðun og ári seinna fór ég í Eurovision í fyrsta skipti en það var margt sem gerðist eftir að ég var spurð að þessu og ég fór að leyfa mér að prófa alls konar hluti. Þetta hefur gefið mér góða yfirsýn og þetta hefur gert það að verkum að í dag eru engir tveir vinnudagar eins,“ segir hún.

Greta frumflutti lagið My Blues á sviði í Laugardalshöllinni í ...
Greta frumflutti lagið My Blues á sviði í Laugardalshöllinni í mars. Mummi Lu

Augnablik sem gleymast aldrei

Greta hefur tvisvar farið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppnina; árið 2012 til Aserbaídsjan og árið 2016 til Svíþjóðar.

Hvernig reynsla var það?

„Í fyrra skiptið stökk ég svolítið út í djúpu laugina og allt gerðist mjög hratt. Ég var með tvö lög í keppninni og fékk plötusamning í kjölfarið hjá Senu og var að syngja úti um allt. Þetta var æðislegt en líka svolítið strembið. Ég skilgreindi mig sem tónlistarkonu upp á nýtt og mjög hratt. Tónlistin sem ég gerði fyrir Eurovision 2012 er mjög ólík tónlistinni sem ég er að gera í dag, og einnig ólík tónlistinni sem ég hafði verið að gera fram að því. Það tók mig langan tíma að komast frá því og inn á mitt sánd. Ég sagði að ég ætlaði aldrei aftur að fara í Eurovision eftir þetta fyrsta skipti. Það var engin löngun í mér að fara aftur. En svo fór ég að vinna fyrir Disney á skemmtiferðaskipum í eitt og hálft ár og kom svo heim og var búin að semja þetta lag. Ég hugsaði bara, af hverju ekki! Þá kom upp í mér spennufíkillinn og ég sendi lagið inn og endaði á að fara út,“ segir hún.

Fiðlan er framlenging handanna, að sögn Gretu sem saknaði hennar ...
Fiðlan er framlenging handanna, að sögn Gretu sem saknaði hennar mikið þegar hún fór í frí til Taílands.

„En í það skiptið var það einhvern veginn allt önnur upplifun og ég naut þess í botn allan tímann. Þetta var svo ótrúlega mögnuð reynsla og það eru nokkur augnablik sem ég mun muna alla ævi,“ segir hún.

Hvað augnablik?

„Eins og á undanúrslitakvöldinu þegar verið var að lesa upp úr umslögunum og við endum á að komast ekki áfram, en okkur hafði verið spáð í einu af toppsætunum í þessum riðli. Og öll höllin öskraði: Ísland, Ísland. Það var augnablik sem ég gleymi aldrei,“ segir Greta. „Persónulega finnst mér að ég hafi átt minn besta performans þetta kvöld. Og þótt við hefðum ekki komist áfram, og auðvitað var það svekkelsi, hefði ég ekki viljað missa af því augnabliki þegar höllin öskraði. Þetta var ljúfsárt.“

Greta býr í Mosfellsbæ þar hún er alin upp og ...
Greta býr í Mosfellsbæ þar hún er alin upp og vill hvergi annars staðar búa. Ásdís Ásgeirsdóttir

Syngjandi í fljótandi Disney-heimi

Greta hefur ferðast víða um heim með skemmtiferðaskipum í eigu Disney. Þar er hún með stóra sýningu í sal á stærð við Eldborg. „Þetta ævintýri byrjaði 2014. Ég var fyrst ráðin í fimm vikur á stærsta skipið þeirra sem tekur fjögur þúsund manns, tvisvar í viku, þannig að átta þúsund manns fara þar í gegn í hverri viku. Þar eru tvö þúsund manna leikhús,“ segir Greta og útskýrir að Disney-þema sé í gangi á öllum vígstöðvum á skipunum. „Þetta er eins og að labba inn í Disney World. Þar eru Broadway-sýningar í gangi í risaleikhúsum,“ segir Greta.

„Ég endaði á að vera í fimm mánuði, þeir framlengdu alltaf. Svo buðu þeir mér svokallaðan „headliner“ samning árið 2015 og við settum upp heilt „show“ með dönsurum og söngvurum. Ég er að syngja, dansa og fljúga,“ segir hún. „Ég er samt ekkert í Frozen-kjól eða neitt svoleiðis; það eru margir sem halda það,“ segir hún og hlær. „Þetta eru tónleikar með Gretu Salóme, þótt ég taki nokkur Disney-lög með. Þetta er núna búið að vera í gangi í tvö ár en ég er að fara aftur núna í lok júní og fer aftur á næsta ári líka.“

Greta hélt upp á þrítugsafmælið með því að fara í ...
Greta hélt upp á þrítugsafmælið með því að fara í bootcamp æfingabúðir til Taílands. Hér var þó stund milli stríða í tærum sjó.

Greta segist á næstunni vera einungis með eina sýningu á viku á skipinu. Blaðamaður spyr hvort hún geti þá nýtt tímann til að vera í fríi og sóla sig en það er öðru nær. Hún segist nýta tímann til að semja og útsetja lög því margt sé á döfinni á næstunni og engan tíma megi missa. Halloween-sýning er í bígerð í október og margt annað kallar á þrotlausa vinnu. 

„Frítími er mjög afstætt hugtak hjá mér,“ segir hún hlæjandi. „Mér leiðist aldrei, ég finn mér alltaf eitthvað að gera. Ég er aldrei búin í vinnunni. En ég þrífst á því líka.“

Pepsi Max beint í æð

Við förum að slá botninn í samtalið enda er dagurinn hennar Gretu þéttbókaður. Ekkert sumarfrí er framundan og verður hún á ferð og flugi í allt sumar. Hún segir að ef hún myndi finna tíma myndi hún velja að fara í sumarbústað með fjölskyldu og vinum og helst að elda mat ofan í alla. „Það væri draumahelgi. Ég finn kannski tíma árið 2019, mögulega ef ég byrja að skipuleggja það núna,“ segir hún og hlær.

Greta heldur áfram að semja, spila, syngja og útsetja en aðspurð segir hún sér líða best uppi á sviði. „Þar er minn heimavöllur og allt sem ég geri tengist því. Þetta vinnur allt saman.“

Ein spurning að lokum, ertu með einhverja galla?

„Ég á fullt af göllum, spurðu bara manninn minn,“ segir hún og skellihlær. „Nei, ég held að minn stærsti galli sé hvað ég er eirðarlaus, en það getur verið bæði kostur og galli. Ég á rosalega erfitt með að vera í núinu en ég er alltaf að æfa mig. Ég er líka dálítið óþolinmóð. Mjög. Ég vil að hlutirnir gerist hratt og örugglega, annars er ég alveg ómöguleg. En minn helsti áunni galli er að ég drekk allt of mikið Pepsi Max! Við erum að tala um helst beint í æð á morgnana og það er stríðsástand á heimilinu ef það er ekki til, þá þarf ég að anda í poka. Þetta heldur mér gangandi, ég drekk alveg tvo lítra plús á dag. Ég fékk einu sinni gefins ársbirgðir og ég kláraði þær á þremur mánuðum!“ segir hún og hlær dátt.

Ítarlegt viðtal við Gretu Salóme er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Þurrkari
White Westinghouse - amerísk gæða heimilistæki 11 kg þurrkari - öflugur > 4500 ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...