Er algjör rokkari í mér

Greta sér ekki fram á mikið frí í sumar því ...
Greta sér ekki fram á mikið frí í sumar því nóg er að gera í tónlistinni alla daga. Ásdís Ásgeirsdóttir

Krakkarnir í hverfinu heilsa Gretu Salóme þar sem við göngum eftir stíg við heimili hennar í Mosfellsbæ þar sem hún er alin upp. Hún heilsar þeim á móti og segist stundum fá blóm og bréf inn um bréfalúguna frá ungum aðdáendum í hverfinu. „Það er bara krúttlegt,“ segir hún brosandi. Það er strax ljóst að hún hefur frá mörgu að segja og við komum okkur þægilega fyrir í stofunni á fallegu heimili hennar. „Viltu Pepsi Max?“ er það fyrsta sem hún segir. Blaðamaður þiggur vatnssopa og hún hellir gosi í glas sitt. Hún er kvik í hreyfingum, talar hratt og hlær mikið. Hún segir dagana pakkaða og ekkert frí í kortunum, en þannig vilji hún hafa það.

Fiðlan framlenging handanna

Tónlistarnám Gretu hófst þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún lærði á fiðlu eftir Suzuki-aðferðinni. „Mín fyrsta minning er af mér með fiðluna, ég á engar minningar fyrir þann tíma. Fiðlan hefur alltaf verið eins og framlenging af höndunum á mér. Frá því að ég var átta ára var ljóst að tónlistin yrði stór þáttur í lífi mínu. Ég áttaði mig kannski ekki á hvert það myndi leiða mig, en það var alveg skýrt,“ segir hún. „Ég kem frá mjög músíkalskri fjölskyldu og það var alltaf mikil tónlist á heimilinu og mikið dansað.“

Gretu líður best á sviði og nýtur þess að koma ...
Gretu líður best á sviði og nýtur þess að koma fram og skemmta fólki. Mummu Lu

Spurningin sem breytti öllu

Varstu alltaf ákveðin í að leggja tónlistina fyrir þig?
„Ég vissi alltaf að ég vildi vera fiðluleikari. Það sem ég vissi ekki var hvers konar tónlistarkona ég yrði. Ég hef alltaf verið smá „rebel“ í mér og hef gaman af því að spila alls konar ólíka stíla, og mér finnst gaman að syngja líka og semja. Þegar ég var í þessu stranga klassíska umhverfi var ekki mikið svigrúm til að prófa sig áfram þannig ég var alltaf aðeins inni í skelinni með það, alveg þar til svona um 23 ára aldur. Ég man nákvæmlega hvað það var sem varð til þess að ég leyfði mér að fara út fyrir kassann. Ég var á námskeiði í Skálholti þegar ég var að byrja í meistaranáminu og þar var maður sem heitir Peter Renshaw sem var þá um áttrætt. Hann var fiðluleikari og hafði verið skólastjóri í skóla fyrir undrabörn í Bretlandi. Hann segir við mig: „Ég veit alveg að þú getur spilað á fiðluna, það er enginn vafi á því. En hvað langar þig að gera í tónlist?“ Ég man að ég fattaði að ég væri búin með tuttugu ára nám í tónlist, og ég hafði aldrei verið spurð að þessu. Og ég hafði aldrei spurt sjálfa mig að þessu heldur! Hann hristi heldur betur upp í mér. Eftir það fór ég í sjálfskoðun og ári seinna fór ég í Eurovision í fyrsta skipti en það var margt sem gerðist eftir að ég var spurð að þessu og ég fór að leyfa mér að prófa alls konar hluti. Þetta hefur gefið mér góða yfirsýn og þetta hefur gert það að verkum að í dag eru engir tveir vinnudagar eins,“ segir hún.

Greta frumflutti lagið My Blues á sviði í Laugardalshöllinni í ...
Greta frumflutti lagið My Blues á sviði í Laugardalshöllinni í mars. Mummi Lu

Augnablik sem gleymast aldrei

Greta hefur tvisvar farið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppnina; árið 2012 til Aserbaídsjan og árið 2016 til Svíþjóðar.

Hvernig reynsla var það?

„Í fyrra skiptið stökk ég svolítið út í djúpu laugina og allt gerðist mjög hratt. Ég var með tvö lög í keppninni og fékk plötusamning í kjölfarið hjá Senu og var að syngja úti um allt. Þetta var æðislegt en líka svolítið strembið. Ég skilgreindi mig sem tónlistarkonu upp á nýtt og mjög hratt. Tónlistin sem ég gerði fyrir Eurovision 2012 er mjög ólík tónlistinni sem ég er að gera í dag, og einnig ólík tónlistinni sem ég hafði verið að gera fram að því. Það tók mig langan tíma að komast frá því og inn á mitt sánd. Ég sagði að ég ætlaði aldrei aftur að fara í Eurovision eftir þetta fyrsta skipti. Það var engin löngun í mér að fara aftur. En svo fór ég að vinna fyrir Disney á skemmtiferðaskipum í eitt og hálft ár og kom svo heim og var búin að semja þetta lag. Ég hugsaði bara, af hverju ekki! Þá kom upp í mér spennufíkillinn og ég sendi lagið inn og endaði á að fara út,“ segir hún.

Fiðlan er framlenging handanna, að sögn Gretu sem saknaði hennar ...
Fiðlan er framlenging handanna, að sögn Gretu sem saknaði hennar mikið þegar hún fór í frí til Taílands.

„En í það skiptið var það einhvern veginn allt önnur upplifun og ég naut þess í botn allan tímann. Þetta var svo ótrúlega mögnuð reynsla og það eru nokkur augnablik sem ég mun muna alla ævi,“ segir hún.

Hvað augnablik?

„Eins og á undanúrslitakvöldinu þegar verið var að lesa upp úr umslögunum og við endum á að komast ekki áfram, en okkur hafði verið spáð í einu af toppsætunum í þessum riðli. Og öll höllin öskraði: Ísland, Ísland. Það var augnablik sem ég gleymi aldrei,“ segir Greta. „Persónulega finnst mér að ég hafi átt minn besta performans þetta kvöld. Og þótt við hefðum ekki komist áfram, og auðvitað var það svekkelsi, hefði ég ekki viljað missa af því augnabliki þegar höllin öskraði. Þetta var ljúfsárt.“

Greta býr í Mosfellsbæ þar hún er alin upp og ...
Greta býr í Mosfellsbæ þar hún er alin upp og vill hvergi annars staðar búa. Ásdís Ásgeirsdóttir

Syngjandi í fljótandi Disney-heimi

Greta hefur ferðast víða um heim með skemmtiferðaskipum í eigu Disney. Þar er hún með stóra sýningu í sal á stærð við Eldborg. „Þetta ævintýri byrjaði 2014. Ég var fyrst ráðin í fimm vikur á stærsta skipið þeirra sem tekur fjögur þúsund manns, tvisvar í viku, þannig að átta þúsund manns fara þar í gegn í hverri viku. Þar eru tvö þúsund manna leikhús,“ segir Greta og útskýrir að Disney-þema sé í gangi á öllum vígstöðvum á skipunum. „Þetta er eins og að labba inn í Disney World. Þar eru Broadway-sýningar í gangi í risaleikhúsum,“ segir Greta.

„Ég endaði á að vera í fimm mánuði, þeir framlengdu alltaf. Svo buðu þeir mér svokallaðan „headliner“ samning árið 2015 og við settum upp heilt „show“ með dönsurum og söngvurum. Ég er að syngja, dansa og fljúga,“ segir hún. „Ég er samt ekkert í Frozen-kjól eða neitt svoleiðis; það eru margir sem halda það,“ segir hún og hlær. „Þetta eru tónleikar með Gretu Salóme, þótt ég taki nokkur Disney-lög með. Þetta er núna búið að vera í gangi í tvö ár en ég er að fara aftur núna í lok júní og fer aftur á næsta ári líka.“

Greta hélt upp á þrítugsafmælið með því að fara í ...
Greta hélt upp á þrítugsafmælið með því að fara í bootcamp æfingabúðir til Taílands. Hér var þó stund milli stríða í tærum sjó.

Greta segist á næstunni vera einungis með eina sýningu á viku á skipinu. Blaðamaður spyr hvort hún geti þá nýtt tímann til að vera í fríi og sóla sig en það er öðru nær. Hún segist nýta tímann til að semja og útsetja lög því margt sé á döfinni á næstunni og engan tíma megi missa. Halloween-sýning er í bígerð í október og margt annað kallar á þrotlausa vinnu. 

„Frítími er mjög afstætt hugtak hjá mér,“ segir hún hlæjandi. „Mér leiðist aldrei, ég finn mér alltaf eitthvað að gera. Ég er aldrei búin í vinnunni. En ég þrífst á því líka.“

Pepsi Max beint í æð

Við förum að slá botninn í samtalið enda er dagurinn hennar Gretu þéttbókaður. Ekkert sumarfrí er framundan og verður hún á ferð og flugi í allt sumar. Hún segir að ef hún myndi finna tíma myndi hún velja að fara í sumarbústað með fjölskyldu og vinum og helst að elda mat ofan í alla. „Það væri draumahelgi. Ég finn kannski tíma árið 2019, mögulega ef ég byrja að skipuleggja það núna,“ segir hún og hlær.

Greta heldur áfram að semja, spila, syngja og útsetja en aðspurð segir hún sér líða best uppi á sviði. „Þar er minn heimavöllur og allt sem ég geri tengist því. Þetta vinnur allt saman.“

Ein spurning að lokum, ertu með einhverja galla?

„Ég á fullt af göllum, spurðu bara manninn minn,“ segir hún og skellihlær. „Nei, ég held að minn stærsti galli sé hvað ég er eirðarlaus, en það getur verið bæði kostur og galli. Ég á rosalega erfitt með að vera í núinu en ég er alltaf að æfa mig. Ég er líka dálítið óþolinmóð. Mjög. Ég vil að hlutirnir gerist hratt og örugglega, annars er ég alveg ómöguleg. En minn helsti áunni galli er að ég drekk allt of mikið Pepsi Max! Við erum að tala um helst beint í æð á morgnana og það er stríðsástand á heimilinu ef það er ekki til, þá þarf ég að anda í poka. Þetta heldur mér gangandi, ég drekk alveg tvo lítra plús á dag. Ég fékk einu sinni gefins ársbirgðir og ég kláraði þær á þremur mánuðum!“ segir hún og hlær dátt.

Ítarlegt viðtal við Gretu Salóme er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega að svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svo sem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svo sem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur.“ Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...