„Þau hafa aðeins orðið sjóveik“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessa stundina liggja nokkrir unglingar í gúmbjörgunarbát utan við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Þeir dvelja þar í einn sólarhring. Þetta eru félagar unglingadeildar björgunarsveitarinnar Ársæls sem safna fé til að heimsækja og fá í heimsókn unglinga frá þýskri björgunarsveit. 

Krakkarnir hófu bátamaraþonið sitt á miðnætti í nótt og stefna á að vera í fljótandi bátnum til miðnættis í kvöld sunnudagsins 18. júní. Alls taka 14, af þeim 25 unglingum sem eru í unglingasveitinni, þátt og þau eru á aldrinum 14 til 18 ára.  

Hefur fært þeim ælupoka 

„Þau hafa aðeins orðið sjóveik. Ég hef verið að fara með ælupoka til þeirra en annars eru þau hress,“ segir Karl Ingi Björnsson umsjónarmaður hópsins. Hann bendir á að það sé mjög auðvelt að verða sjóveikur í björgunarbát, loftið getur orðið þungt því báturinn er lokaður og auk þess sjá þau lítið sem ekkert út enda viðrar ekkert sérstaklega vel til þess.  

Unglingadeildin hefur þegar safnað um 400 þúsund í áheitasöfnuninni en þurfa að safna um 500 þúsund kónum til viðbótar. Þau hafa enn tíma til stefnu því björgunarsveitarhópurinn frá Þýskalandi kemur ekki fyrr en um miðjan júlí og dvelur í tvær vikur hér á landi.  

Karl Ingi Björnsson, María Haraldsdóttir og Jón Sigmar Ævarsson, umsjónarmenn ...
Karl Ingi Björnsson, María Haraldsdóttir og Jón Sigmar Ævarsson, umsjónarmenn með verkefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kenna hvert öðru 

Námskeiðið er byggt upp með þeim hætti að unglingarnir kenna hvert öðru. Íslensku ungmennin mun kenna þýsku vinum sínum allt um sjó- og fjallabjörgun. Í fyrra fóru Íslendingarnir í heimsókn til Þýskalands og fræddust meðal annars um rústabjörgun og fjöldahjálparstöðvar.

„Þetta hefur gefist mjög vel. Þau hlusta jafnvel betur á jafnaldra sína þegar þeir sýna þeim hvernig hlutirnir eru. Þau eru með sameiginlegt áhugamál og ná vel saman,“ segir Karl Ingi. Í fyrra gekk námskeiðið vel þrátt fyrir „smávægilega“ tungumálaörðugleika. Íslensku ungmennin standa vel að vígi í enskunni sem þau notuðu sín á milli, að sögn Karls Inga.  

Hann bendir einnig á að þau ungmenni sem hafa tekið þátt í sambærilegum verkefnum hjá unglingadeildum björgunarsveitanna skili sér frekar í áframhaldandi störf hjá björgunarsveitinni. Fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi síðar orðið sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. 

Öryggisbátur er einnig við höfnina til að færa ungmennunum sitt hvað sem vantar t.d. ælupoka eða vistir eða ferja þau á klósettið. „Mér heyrist ekki annað en að þau skemmti sér vel þarna úti, þau syngja og spjalla,“ segir Karl Ingi. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Fróðleikur á Fallbyssuhæð

11:30 „Öskjuhlíðin var mikilvægur staður þegar kom að því að verja borgina fyrir Þjóðverjum. Þaðan var hægt að beina fallbyssum til dæmis að höfninni, enda var líklegast að óvinaher færi þangað inn ef til innrásar kæmi,“ segir Friðþór Eydal. Meira »

Rýnt í samskipti foreldra og skóla

11:00 „Mæður hafa borið hitann og þungann af samskiptum við skólasamfélagið, þær eru sýnilegri inn í skólunum og í samskiptum við kennara,“ segir lektor við Hí sem vinnur brautryðjendarannsókn á sviði menntavísinda á því með hvaða hætti kyn og stétt mæðra og feðra spilar saman þegar kemur að samskiptum foreldra við skóla barna sinna. Meira »

„Eitthvað sem má ekki nefna“

10:29 Tímaritið ÓNEFNA er frumraun þriggja ljósmyndara til blaðaútgáfu, en tímaritið leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd. „Okkur langaði að gera blað sem við hefðum viljað stelast í þegar við vorum unglingar.“ Meira »

Hlýjast vestanlands í dag

07:18 Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt, yfirleitt 3-8 metrum á sekúndu en heldur hvassari úti við austurströndina í fyrstu. Meira »

Spáð áframhaldandi úrkomu

Í gær, 22:24 Skúrir verða norðaustantil á landinu á morgun og einnig sunnanlands samkvæmt veðurhorfum næsta sólarhringinn. Vindur verður norðaustlægur eða breytilegur, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu, en heldur hvassari vestanlands og úti við austurströndina. Meira »

Þurfa að geta mokað drullunni burt

Í gær, 21:19 „Þetta er svona að komast á rétt ról. Nú er bara eftir að geta mokað burt drullunni og öðru slíku,“ segir Kristján Kristjánsson, bæjarverkstjóri á Seyðisfirði, inntur eftir stöðunni í kjölfar vatnavaxtanna í ám og lækjum við bæinn vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Ramadan og björtu sumarnæturnar

Í gær, 20:24 Serigne Modou Fall ætlar að fagna lokum föstumánaðarins Ramadan með vinafjölskyldu sinni á Íslandi á morgun með mikilli matarveislu, en hann býr hér á landi þar sem hann æfir fótbolta með ÍR. Meira »

Þrír bílar saman í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 20:47 Þriggja bíla árekstur varð í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík um áttaleytið í kvöld samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Tveir fá rúmar þrjár milljónir

Í gær, 19:47 Margir vinningshafar eru í Lottói kvöldsins. Þannig skipta tveir með sér fyrsta vinningi kvöldsins í Lottóinu og fær hvor í sinn hlut rúmar 3,2 milljónir króna. Þrír skipta síðan með sér öðrum vinningnum og fær hver í sinn hlut rúmar 94 þúsund krónur. Meira »

Tók tíu ár að „meika það“

Í gær, 19:34 Árið 2007 sögðu Katrín Benedikt og eiginmaður hennar skilið við þægilegu skrifstofustörfin sín og fluttust á vit óvissunnar og draumanna í Hollywood. Í dag geta þau státað sig af því að vera handritshöfundar þriggja stórmynda en framabrautin leiddi þau nánast í gjaldþrot. Meira »

Bjórflaska seld á 555 þúsund kr.

Í gær, 17:48 Flaska með 0,75 lítra af sjómannabjórnum Zoëga seldist á 555.000 krónur í Vestmannaeyjum. Bjórinn er „léttur, ljúfur og þægilegur.“ Meira »

Með hæstu einkunn á meistaraprófi

Í gær, 17:12 „Tilfinningin er mjög góð,“ segir Hildur Hjörvar, sem í dag útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu meðaleinkunn á mag. jur. prófi í sögu deildarinnar eða 9,48. Hildur segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að dúxa með svo háa einkunn, en er vitanlega afar ánægð með árangurinn. Meira »

Féll í Fossá við veiðar

Í gær, 16:58 Karlmaður var í dag fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans eftir að hann féll í Fossá við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Maðurinn var við veiðar með bróður sínum þegar atvikið átti sér stað. Meira »

Sofið í stæði?

Í gær, 15:00 Víða má sjá svokallaða „camper“-bíla sem hægt er að gista í og eru leigðir út til ferðamanna. En má leggja bílunum hvar sem er til að sofa í þeim? Meira »

Vilja ekki snúa til baka í þorpið

Í gær, 14:20 Íbúar grænlenska þorpsins Nu­uga­at­isiaq, sem varð verst úti þegar flóðbylgjur skullu á Vesturströnd Grænlands 17. júní, hafa lítinn áhuga á að snúa aftur til þorpsins þegar þar að kemur. Enn um sinn er þorpið eitt tveggja þorpa sem búið er að rýma og stendur autt vegna hættu á annarri flóðbylgju. Meira »

Dregur úr úrkomu í kvöld

Í gær, 16:17 Rigna mun áfram á Austurlandi en hins vegar mun draga úr úrkomu þar í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Hvað vind varðar verður áfram fremur hvasst fram á kvöld undir Vatnajökli austan Öræfa og geta hviður hæglega feykt léttum vögnum af vegi. Meira »

Tjónið talsvert meira á Seyðisfirði

Í gær, 14:29 Skemmdir eru umtalsvert meiri á Seyðisfirði en Eskifirði vegna mikilla vatnavaxta á Austfjörðum undanfarna daga. Mesta tjónið er vegna aurskriðu sem féll á Seyðisfirði í morgun en tvö hús skemmdust mikið við skriðuna. Meira »

25 ára aldurstakmark í SKAM-partý

Í gær, 13:30 Bíó Paradís heldur SKAM-fullorðinspartý til að fagna fjórðu og síðustu seríu norsku sjónvarpsþáttanna SKAM í kvöld. Til að komast inn í veisluna þarf að hafa skilríki enda er 25 ára lágmarksaldur. „Við viljum bara biðja fólk að veita því skilning að fullorðið fólk er að djamma saman.“ Meira »

Wow Cyclothon

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu eru tvö skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...