„Þau hafa aðeins orðið sjóveik“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessa stundina liggja nokkrir unglingar í gúmbjörgunarbát utan við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Þeir dvelja þar í einn sólarhring. Þetta eru félagar unglingadeildar björgunarsveitarinnar Ársæls sem safna fé til að heimsækja og fá í heimsókn unglinga frá þýskri björgunarsveit. 

Krakkarnir hófu bátamaraþonið sitt á miðnætti í nótt og stefna á að vera í fljótandi bátnum til miðnættis í kvöld sunnudagsins 18. júní. Alls taka 14, af þeim 25 unglingum sem eru í unglingasveitinni, þátt og þau eru á aldrinum 14 til 18 ára.  

Hefur fært þeim ælupoka 

„Þau hafa aðeins orðið sjóveik. Ég hef verið að fara með ælupoka til þeirra en annars eru þau hress,“ segir Karl Ingi Björnsson umsjónarmaður hópsins. Hann bendir á að það sé mjög auðvelt að verða sjóveikur í björgunarbát, loftið getur orðið þungt því báturinn er lokaður og auk þess sjá þau lítið sem ekkert út enda viðrar ekkert sérstaklega vel til þess.  

Unglingadeildin hefur þegar safnað um 400 þúsund í áheitasöfnuninni en þurfa að safna um 500 þúsund kónum til viðbótar. Þau hafa enn tíma til stefnu því björgunarsveitarhópurinn frá Þýskalandi kemur ekki fyrr en um miðjan júlí og dvelur í tvær vikur hér á landi.  

Karl Ingi Björnsson, María Haraldsdóttir og Jón Sigmar Ævarsson, umsjónarmenn ...
Karl Ingi Björnsson, María Haraldsdóttir og Jón Sigmar Ævarsson, umsjónarmenn með verkefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kenna hvert öðru 

Námskeiðið er byggt upp með þeim hætti að unglingarnir kenna hvert öðru. Íslensku ungmennin mun kenna þýsku vinum sínum allt um sjó- og fjallabjörgun. Í fyrra fóru Íslendingarnir í heimsókn til Þýskalands og fræddust meðal annars um rústabjörgun og fjöldahjálparstöðvar.

„Þetta hefur gefist mjög vel. Þau hlusta jafnvel betur á jafnaldra sína þegar þeir sýna þeim hvernig hlutirnir eru. Þau eru með sameiginlegt áhugamál og ná vel saman,“ segir Karl Ingi. Í fyrra gekk námskeiðið vel þrátt fyrir „smávægilega“ tungumálaörðugleika. Íslensku ungmennin standa vel að vígi í enskunni sem þau notuðu sín á milli, að sögn Karls Inga.  

Hann bendir einnig á að þau ungmenni sem hafa tekið þátt í sambærilegum verkefnum hjá unglingadeildum björgunarsveitanna skili sér frekar í áframhaldandi störf hjá björgunarsveitinni. Fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi síðar orðið sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. 

Öryggisbátur er einnig við höfnina til að færa ungmennunum sitt hvað sem vantar t.d. ælupoka eða vistir eða ferja þau á klósettið. „Mér heyrist ekki annað en að þau skemmti sér vel þarna úti, þau syngja og spjalla,“ segir Karl Ingi. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hljóðbók og vasapésar
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR til sölu
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Ukulele
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...