„Ég hugsa um að hjóla“

Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni.
Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni. Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Jón Óli Ólafsson er einn af fjórum keppendum í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn í þeim flokki. Jón Óli er 47 ára gamall og stofnandi reiðhjólaverslunarinnar Götuhjól.

Keppnin WOW Cyclothon er í formi boðhlaups þar sem lið skipta á milli sín að hjóla hringinn í kringum Ísland. Þeir sem taka þátt í einstaklingskeppninni hjóla hins vegar alla 1358 kílómetrana ein síns liðs.

Vætusamur undirbúningstími

Jón Óli segir undirbúninginn hafa gengið vel en hann byrjar um sex til átta mánuðum fyrir keppni. Hins vegar hafi veðrið ekki verið eins gott og síðustu ár en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur þátt og er hann því öllu búinn. Segir hann undirbúningstímann hafa verið sérstaklega vætusamann í ár. Árið 2015 tók hann í fyrsta skipti þátt og komst þá ekki lengra en að Mývatni. Árið 2016 tók hann aftur þátt en þurfti aftur að hætta keppni fyrr.

Í einstaklingskeppninni hjóla keppendur hringinn í kring um landið á 84 klukkutímum. Segir Jón Óli það vera mjög mismunandi hvernig keppendur skipuleggi ferðina. Sumir taka styttri túra og fleiri pásur á meðan aðrir hjóla lengur í einu og hvíla svo. 

„Við erum með þrjú hjólaplön í gangi. Við byrjum á einu plani og svo sjáum við hvernig gengur, tímalega og hvar við erum staddir. Svo tökum við stöðuna [...] hvort við séum á áætlun eða ekki og tökum svo kannski næsta plan og svona koll af kolli,“ segir Jón Óli.

Einn í liði 

Þrátt fyrir að sjá alfarið um að hjóla leiðina er hann með sterkt lið að baki sér auk styrktaraðila. „Ég hugsa um að hjóla,“ segir Jón „þeir eru með hjólaplan, matarplan og hugsa alfarið um að láta mig drekka og borða. Þar sem við stoppum í lengri tíma fæ ég kannski aðeins meira að borða en inn á milli.“ Liðið sér einnig um að taka ákvarðanir um hvort haldið sé áfram eða ekki, þeir sjá mestu breytingarnar á líðan keppanda og taka ákvarðanir út frá því.

„Maður er auðvitað mjög þrjóskur þegar kemur að því að hjóla og ekki í standi til þess að taka einhverjar ákvarðanir sjálfur.“ Segir hann það vera ástæðuna fyrir því að vera með þrjá góða menn með sér en það eru þeir Tómas Hilmar Ragnarz, Þór Bæring Ólafsson og Helgi Kjærnested sem fylgja honum í ár. Kalla þeir sig „Regus Team“ en auk þeirra eru að baki Jóni Óla styrktaraðilarnir Regus, Orange Project, Gaman ferðir, Götuhjól, Logo, Signa skiltagerð og Red Bull. 

Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Markmiðið að klára

Hann segir að markmiðið sé alltaf að klára en auðvitað sé margt á leiðinni sem getur truflað. Er það þá helst veðrið en það hefur mikil áhrif hvort það sé rigning, sem að hans sögn er einn mesti óvinurinn, eða mikill vindur. „Maður er alltaf bjartsýnn og alltaf með hugarfarið að klára. En það verður að koma í ljós. Númer eitt, tvö og þrjú er að klára“ segir hann að lokum.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jóns Óla á Facebook og á heimasíðu WOW Cyclothon auk þess sem bein útsending er frá keppninni á stöð 0 í Sjónvarpi Símans. 

Wow Cyclothon

mbl.is

Innlent »

Aðstoðarritstjórinn hættur

14:18 Andri Ólafsson, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, er hættur störfum hjá blaðinu. Andri hefur starfað hjá 365 í rúmlega tíu ár. Meira »

Rýma vél Icelandair eftir óhapp

14:07 Farþegar um borð í flugvél Icelandair, sem átti að fara í loftið klukkan 13 til Kaupmannahafnar, þurftu rétt í þessu að yfirgefa vélina eftir að landgöngubrú rakst utan í hana. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Aðstoðuðu grænlenska konu í neyð

13:32 Grænlensk kona varð strandaglópur í Keflavík með tvö ung börn í gær, á sjálfan þjóðhátíðardag Grænlands. Í fyrstu var leitað til danska sendiráðsins sem hafði fá svör. Íslendingar tóku þá höndum saman og skutu skjólshúsi yfir hana og aðstoðuðu með ýmsum hætti. Meira »

Krefjandi leið fram undan

13:24 Jón Óli Ólafsson, einn keppenda í einstaklingsflokki WOW Cyclothon, hjólar nú yfir Öxi eftir erfiða nótt að baki. Mikil rigning og mótvindur gerði keppendum erfitt fyrir en veður fer nú batnandi. Meira »

Hópmálsókn gegn Björgólfi vísað frá

13:16 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Dómurinn taldi stöðu hluthafanna of ólíka til þess að hægt væri að höfða hópmál, en þetta er í fyrsta sinn sem reynir á svona hópmálsókn. Meira »

Rimantas á tvö börn hér á landi

13:15 Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefur fengið farsíma­gögn sem kynnu að gefa vís­bend­ing­ar um hvar Rim­antas Rimkus er að finna. Ekk­ert hef­ur spurst til Rimantas, sem er 38 ára Lithái, frá því um síðustu mánaðamót. Meira »

„Ekki eftir neinu að bíða“

11:48 „Það er ekki eftir neinu að bíða, við höfum sagt að við ætlum að koma fram með lagafrumvarp strax í haust um þessi mál,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra eftir blaðamanna­fund í ráðuneytinu í morgun. Meira »

Fer yfir á ótrúlegum hraða

11:53 Bandaríkjamaðurinn Peter Colijn heldur áfram að auka forskot sitt í einstaklingsflokki WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar og er nú um 150 kílómetrum á undan Jakub Dovrák sem er í öðru sæti. Meira »

Gott að vera í skjóli Esjunnar

11:45 Veðurspár gera ráð fyrir frekar stífri norðaustanátt um allt land á laugardag en skaplegra veðri á sunnudag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að besta veðrið um helgina verði á Suðurlandi, þar verði minnsti vindurinn og minnsta úrkoman og hiti fer í 15 gráður. Meira »

Óvænt þátttakandi í brúðkaupi

11:36 „Það var nógu fyndið um daginn þegar ég fékk bæði sms-skilaboð og tölvupóst frá brúðkaupsgestum, en þegar ég fékk tölvupóst frá sýslumanni þá fékk ég kast,“ segir Sigrún Helga Lund, sem hefur síðstu vikur fengið tölvupósta og sms-skilaboð í tengslum við brúðkaup sem fer fram á Vestfjörðum. Meira »

Reyndi að bana manni með hamri

11:25 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann ítrekað í höfuð og líkama með klaufhamri. Fórnarlambið var greint með flog eftir árásina og líkur eru á varanlegum sjónskaða. Meira »

Hjóluðu brosandi í gegnum Akureyri

10:18 Keppendur í WOW Cyclothon voru glaðir í bragði þegar þeir hjóluðu í gegnum Akureyri og inn Eyjafjörð fyrr í dag, en fréttaritari Morgunblaðsins á svæðinu smellti myndum af keppendum. Meira »

Tekjur sveitarfélaga jukust um 8%

10:17 Tekjur íslenskra sveitarfélaga jukust um 8% milli áranna 2015 og 2016 og hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007 þegar hann var 11%. Meira »

Fundinn eftir 16 daga leit

09:26 Kötturinn Gutti Diego sem týndist þann 6. júní á flugvellinum í Alicante er nú fundinn eftir 16 daga leit. Gutti er illa farinn en ennþá lifandi. Meira »

Kalla eftir tvöföldun Reykjanesbrautar

09:03 Mikilvægt er að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær, en þar var minnisblað vegna samgöngumála lagt fram. Meira »

Costco lækkar olíuverð enn frekar

09:46 Lítr­inn á díselol­íu hjá Costco hef­ur lækkað úr 158,9 krónum niður í 155,9 krónur. Er verðið tölu­vert lægra en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Við opnun verslunarinnar þann 23. maí sl. kostaði lítrinn 164,9 krónur. Meira »

Skógafoss á rauðan lista

09:13 Náttúruvættið Skógafoss hefur verið fært á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði í hættu. Stofnunin gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi en á tveggja ára fresti er gefinn út svokallaður rauður listi sem byggður er á ástandsskýrslunni. Meira »

Lið Zwift og CCP í forystu

08:35 Keppendur í liðakeppni WOW Cyclothon voru heldur óheppnir með veður í nótt, en mikil rigning var frá Staðarskála til Akureyrar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru tvö lið í B-flokki í forystu, það eru lið Zwift og lið CCP sem eru komin við Mývatn. Meira »

Wow Cyclothon

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Til Sölu: NISSAN TERRANO II jeppi 1995 kr. 190.000. Skoðun til mars/apríl 2018
Góð dísilvél keyrð 270þ Kassi/vagn keyrður 328þ. Breytttur, er á nýlegum 32 tom...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Þingeyjarsveit Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógum Boccia með Guðmundi kl. 9.30-10...