„Ég hugsa um að hjóla“

Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni.
Jón Óli skellti í sjálfu í síðustu löngu æfingunni. Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Jón Óli Ólafsson er einn af fjórum keppendum í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn í þeim flokki. Jón Óli er 47 ára gamall og stofnandi reiðhjólaverslunarinnar Götuhjól.

Keppnin WOW Cyclothon er í formi boðhlaups þar sem lið skipta á milli sín að hjóla hringinn í kringum Ísland. Þeir sem taka þátt í einstaklingskeppninni hjóla hins vegar alla 1358 kílómetrana ein síns liðs.

Vætusamur undirbúningstími

Jón Óli segir undirbúninginn hafa gengið vel en hann byrjar um sex til átta mánuðum fyrir keppni. Hins vegar hafi veðrið ekki verið eins gott og síðustu ár en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur þátt og er hann því öllu búinn. Segir hann undirbúningstímann hafa verið sérstaklega vætusamann í ár. Árið 2015 tók hann í fyrsta skipti þátt og komst þá ekki lengra en að Mývatni. Árið 2016 tók hann aftur þátt en þurfti aftur að hætta keppni fyrr.

Í einstaklingskeppninni hjóla keppendur hringinn í kring um landið á 84 klukkutímum. Segir Jón Óli það vera mjög mismunandi hvernig keppendur skipuleggi ferðina. Sumir taka styttri túra og fleiri pásur á meðan aðrir hjóla lengur í einu og hvíla svo. 

„Við erum með þrjú hjólaplön í gangi. Við byrjum á einu plani og svo sjáum við hvernig gengur, tímalega og hvar við erum staddir. Svo tökum við stöðuna [...] hvort við séum á áætlun eða ekki og tökum svo kannski næsta plan og svona koll af kolli,“ segir Jón Óli.

Einn í liði 

Þrátt fyrir að sjá alfarið um að hjóla leiðina er hann með sterkt lið að baki sér auk styrktaraðila. „Ég hugsa um að hjóla,“ segir Jón „þeir eru með hjólaplan, matarplan og hugsa alfarið um að láta mig drekka og borða. Þar sem við stoppum í lengri tíma fæ ég kannski aðeins meira að borða en inn á milli.“ Liðið sér einnig um að taka ákvarðanir um hvort haldið sé áfram eða ekki, þeir sjá mestu breytingarnar á líðan keppanda og taka ákvarðanir út frá því.

„Maður er auðvitað mjög þrjóskur þegar kemur að því að hjóla og ekki í standi til þess að taka einhverjar ákvarðanir sjálfur.“ Segir hann það vera ástæðuna fyrir því að vera með þrjá góða menn með sér en það eru þeir Tómas Hilmar Ragnarz, Þór Bæring Ólafsson og Helgi Kjærnested sem fylgja honum í ár. Kalla þeir sig „Regus Team“ en auk þeirra eru að baki Jóni Óla styrktaraðilarnir Regus, Orange Project, Gaman ferðir, Götuhjól, Logo, Signa skiltagerð og Red Bull. 

Ljósmynd/Jón Óli Ólafsson.

Markmiðið að klára

Hann segir að markmiðið sé alltaf að klára en auðvitað sé margt á leiðinni sem getur truflað. Er það þá helst veðrið en það hefur mikil áhrif hvort það sé rigning, sem að hans sögn er einn mesti óvinurinn, eða mikill vindur. „Maður er alltaf bjartsýnn og alltaf með hugarfarið að klára. En það verður að koma í ljós. Númer eitt, tvö og þrjú er að klára“ segir hann að lokum.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Jóns Óla á Facebook og á heimasíðu WOW Cyclothon auk þess sem bein útsending er frá keppninni á stöð 0 í Sjónvarpi Símans. 

mbl.is

Innlent »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

12:24 Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. Meira »

Lögreglan leitar að NFK72

11:31 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni NFK72, sem er hvítur Land Cruiser árgerð 2007. Bifreiðinni var stolið 4. júlí sl. frá starfsstöð bílaleigu á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Bæjarins bestu á nýjum stað

11:09 Búið er að færa pylsuvagn Bæjarins bestu um set. Nú er vagninn á stéttinni fyrir framan Hótel 1919 og mun verða þar næstu mánuðina þar sem verið er að framkvæma á reitnum sem hann hefur staðið á síðustu 80 árin. Meira »

Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins

10:32 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi. Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn sem maðurinn kveikti í tengdur fjölskyldu hans. Meira »

Sumarblíða í Reykjavíkurborg

10:30 Það var sannkölluð veðurblíða í borginni í gær. Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins nýttu sólargeislana vel í útivist, listir og rólegheit. Undanfarna daga hafa júlíhitametin fallið hvert af öðru og þá var hitamet sumarsins slegið fyrr í vikunni. Meira »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Expo-skálinn opnar dyrnar

09:30 Tónlistarhúsið Harpa og Sagafilm leiða saman hesta sína og bjóða fólki að heimsækja Expo-skálann í Hörpu alla daga í júlí og ágúst milli 10:30 og 17:30. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...