Íslenska í öllum tækjabúnaði

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku ...
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku 2018-2022. mbl.is/Ófeigur

Íslensku verður að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims þegar Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022 verður komin í gildi. Þetta kom fram á fundi þar sem áætlunin var kynnt í dag í Veröld - Húsi Vigdísar. 

„Við þurfum, ætlum og viljum standa vörð um íslenskuna sem litast mjög af stafrænni tækni í dag,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann kynnti nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku. 

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði ríka áherslu á að þetta verkefni yrði hugsað til lengri tíma en ekki eins og hvert annað átaksverkefni sem Íslendingar eru gjarnan þekktir fyrir. Hann gat þess einnig að umrædd verkáætlun um máltækni væri afrakstur vinnu fyrri ríkisstjórnar. Hann tók einnig fram að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að hrinda verkefninu í framkvæmd sem er til næstu fimm ára.

„Stjórnvöld vinna hins vegar ekki ein og sér að því að standa vörð um íslenskuna í þessum stafræna heimi heldur þurfa allir að koma að því,“ sagði hann jafnframt og vísaði til mikilvægi samvinnu stjórnvalda við atvinnulíf og háskólasamfélagið.   

Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í ...
Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók undir orð ráðherra og sagði árhersla væri lögð á mátækni í einni eða annarri mynd hjá samtökunum. 

„Það er ómetanlegt að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Það er mikilvægt að hægt sé að móta og þróa flóknar hugsanir á íslensku fyrir atvinnulífið,“ sagði Halldór. Hann tók fram að fyrirtæki í atvinnulífinu tækju mjög vel í verkefnið og vilja leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðunum. Atvinnulífið hefði ávinning af máltækninni.

Stöndum frami fyrir miklum áskorunum

„Við gerum okkur vel grein fyrir áskoruninni sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Anna Björk Nikulásdóttir, einn þriggja skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, á kynningunni.

Hún talaði um mikilvægi þess að hægt verði að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Hún boðaði jafnframt að samstarf við stærstu tölvutæknirisana á borð við Microsoft og Amazon. 

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna. mbl.is/Ófeigur

Verkáætlunin byggir á tillögum stýrihóps um máltækni. Tillögurnar snúa meðal annars að endurskipulagningu náms í máltækni, myndun klasa, rannsóknum og tækniþróun svo fátt eitt sé nefnt. Markmið með máltækniáætlun fyrir íslensku er að tryggja að hægt sé að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Unnið verður að því að byggja upp innviði, gagna og hugbúnaðar, þar sem lögð verður áhersla á fjögur atriði. Þetta eru: talgreinir, talgervill, þýðingarvél og málrýnir.

Tækniframfarir eru örar og því þurfa mátæknilausnir á íslensku að fylgja þeirri þróun. „Þróun innviða mun lækka þann þröskuld sem almenn hugbúnaðarfyrirtæki þufa að yfirstíga til að innleiða máltækni í hugbúnaðarlausnir sínar,“ segir í skýrslu máltækni fyrir íslensku 2018-2022.

Stýrihópurinn sem var skipaður í lok október 2016 og skilaði af sér tillögum sínum í vikunni. Í stýrihópnum áttu sæti Davíð Þorláksson formaður, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Guðrún Nordal og Pétur Reimarsson. Þess má geta að ráðherra þakkaði öllum sem komu að þessari vinnu fyrir vel unnin störf og skilaði hópurinn tillögunum á undan áætlun og þar með hafðu talsvert miklir fjármunir sparast. 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Innlent »

Kona í staðinn fyrir hús

Í gær, 21:20 Ég var aldrei barn, grunnsýning Byggðasafns Vestfjarða, var ekki að ósekju opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní. Enda hverfist hún um Karítas Skarphéðinsdóttur, fiskverkakonu á Ísafirði á öndverðri tuttugustu öldinni, kvenskörung mikinn og baráttukonu fyrir bættum kjörum og aðbúnaði fiskvinnslufólks. Meira »

Hagkvæmara að flytja inn frá Evrópu

Í gær, 21:18 „Hugmyndin að opnun Costco á Íslandi var fyrst sett fram af kanadísku deildinni okkar. Forsvarsmenn okkar í Kanada höfðu tekið eftir því að töluvert var pantað af vörum frá þeim til Íslands og sáu tækifæri í því að setja upp hliðstæða starfsemi þar og þeir höfðu þróað á Nýfundnalandi.“ Meira »

Rörasprengja í strætóskýli í Kópavogi

Í gær, 20:46 Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð að Hlíðarvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið eftir að tilkynnt var um óþekktan hlut í strætóskýli við götuna. Það var lögregla sem kallaði sérsveitina til, en henni barst ábending frá vegfaranda. Meira »

Óvenjumargar steypireyðar

Í gær, 20:07 Óvenjumargar steypireyðar hafa sést í Skjálfandaflóa að undanförnu. Háir blástrar hafa blasað við farþegum hvalaskoðunarbáta á Skjálfanda þar sem sást til hvorki meira né minna en sex dýra í fyrradag. Þykir það óvenjumikið í einni og sömu ferðinni. Meira »

Helmingur fundargesta WOW frá Icelandair

Í gær, 19:51 „Í fljótu bragði sýnist mér að það hafi verið hátt í 150 manns á þessum fundi og ég get trúað því að af þeim hafi 70 til 80 verið flugmenn Icelandair sem vilja skoða hvað þessi vinnuveitandi hefur upp á að bjóða,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenska atvinnuflugmanna. Meira »

Hálfi milljarðurinn gekk ekki út

Í gær, 19:14 Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var út í Vík­ingalottó. Fyrsti vinningur nam 523 milljónum króna en annar vinningur tæpum 28 milljónum. Meira »

Gönguhópur í sjálfheldu á Vestfjörðum

Í gær, 18:26 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna gönguhóps sem er í sjálfheldu á fjallinu Öskubak. Að minnsta kosti þrír hópar eru á leið á staðinn auk harðbotnabjörgunarbáts en skoða þarf hvort öruggara sé að komast að fólkinu frá landi eða sjó. Meira »

23 þúsund pennar á 11 árum

Í gær, 19:00 „Ég ætlaði aldrei að byrja að safna,“ segir Þröstur Ingi Guðmundsson pennasafnari, en hann hefur safnað rúmlega 23 þúsund pennum og skráir þá alla skilmerkilega. Meira »

Engin landamæri á netinu

Í gær, 18:20 „Það eru engin sérstök landamæri á netinu frekar en áður þannig að það er alveg hægt að herja á hvaða tölvu sem er, óháð því í hvaða landi hún er,“ segir sérfræðingur um tölvuöryggismál. Tilmæli hans til almennings, fyrirtækja og stofnana eru skýr: Uppfærið hugbúnað. Meira »

Íslendingar leggja mest til UN Women

Í gær, 17:52 Landsnefnd UN Women á Íslandi leggur samtökunum til hæsta fjárframlag allra landsnefnda, óháð höfðatölu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim, fyrir árið 2016. Meira »

Fundaði með Paul Ryan

Í gær, 17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

Í gær, 17:07 Í Góða hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

Í gær, 16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

Í gær, 15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu-Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hópi sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

Í gær, 14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

Í gær, 15:37 Eldur kom upp við eldamennsku í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleytið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að ræsta. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

Í gær, 15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

Í gær, 14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Clavis poetica
Clavis Poetica, Benedikt Gröndal/Sveinbjörn Egilsson, Hafnia 1864. Uppl. í s. 77...
Skoda Octavia. 2015 - EK 28þús. METAN/BENSÍN. Tilboð
Til sölu Skoda Octavia árg. 2015, beinsk., ekinn 28 þús, metan/bensín. Verð 3.10...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Staður og stund
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Bónus...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Úthlutun aflaheimildar
Tilkynningar
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...