Íslenska í öllum tækjabúnaði

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku ...
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku 2018-2022. mbl.is/Ófeigur

Íslensku verður að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims þegar Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022 verður komin í gildi. Þetta kom fram á fundi þar sem áætlunin var kynnt í dag í Veröld - Húsi Vigdísar. 

„Við þurfum, ætlum og viljum standa vörð um íslenskuna sem litast mjög af stafrænni tækni í dag,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann kynnti nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku. 

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði ríka áherslu á að þetta verkefni yrði hugsað til lengri tíma en ekki eins og hvert annað átaksverkefni sem Íslendingar eru gjarnan þekktir fyrir. Hann gat þess einnig að umrædd verkáætlun um máltækni væri afrakstur vinnu fyrri ríkisstjórnar. Hann tók einnig fram að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að hrinda verkefninu í framkvæmd sem er til næstu fimm ára.

„Stjórnvöld vinna hins vegar ekki ein og sér að því að standa vörð um íslenskuna í þessum stafræna heimi heldur þurfa allir að koma að því,“ sagði hann jafnframt og vísaði til mikilvægi samvinnu stjórnvalda við atvinnulíf og háskólasamfélagið.   

Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í ...
Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók undir orð ráðherra og sagði árhersla væri lögð á mátækni í einni eða annarri mynd hjá samtökunum. 

„Það er ómetanlegt að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Það er mikilvægt að hægt sé að móta og þróa flóknar hugsanir á íslensku fyrir atvinnulífið,“ sagði Halldór. Hann tók fram að fyrirtæki í atvinnulífinu tækju mjög vel í verkefnið og vilja leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðunum. Atvinnulífið hefði ávinning af máltækninni.

Stöndum frami fyrir miklum áskorunum

„Við gerum okkur vel grein fyrir áskoruninni sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Anna Björk Nikulásdóttir, einn þriggja skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, á kynningunni.

Hún talaði um mikilvægi þess að hægt verði að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Hún boðaði jafnframt að samstarf við stærstu tölvutæknirisana á borð við Microsoft og Amazon. 

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna. mbl.is/Ófeigur

Verkáætlunin byggir á tillögum stýrihóps um máltækni. Tillögurnar snúa meðal annars að endurskipulagningu náms í máltækni, myndun klasa, rannsóknum og tækniþróun svo fátt eitt sé nefnt. Markmið með máltækniáætlun fyrir íslensku er að tryggja að hægt sé að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Unnið verður að því að byggja upp innviði, gagna og hugbúnaðar, þar sem lögð verður áhersla á fjögur atriði. Þetta eru: talgreinir, talgervill, þýðingarvél og málrýnir.

Tækniframfarir eru örar og því þurfa mátæknilausnir á íslensku að fylgja þeirri þróun. „Þróun innviða mun lækka þann þröskuld sem almenn hugbúnaðarfyrirtæki þufa að yfirstíga til að innleiða máltækni í hugbúnaðarlausnir sínar,“ segir í skýrslu máltækni fyrir íslensku 2018-2022.

Stýrihópurinn sem var skipaður í lok október 2016 og skilaði af sér tillögum sínum í vikunni. Í stýrihópnum áttu sæti Davíð Þorláksson formaður, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Guðrún Nordal og Pétur Reimarsson. Þess má geta að ráðherra þakkaði öllum sem komu að þessari vinnu fyrir vel unnin störf og skilaði hópurinn tillögunum á undan áætlun og þar með hafðu talsvert miklir fjármunir sparast. 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Innlent »

Meiddist á fæti og gat ekki gengið

18:23 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út á fimmta tímanum vegna slasaðrar konu við Barnafossa. Meira »

Réðist á lögreglumenn með hnífi

18:07 Karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og umferðalagabrot. Meira »

Sjálfstæðismenn efins um reiðufjárbann

18:03 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Teitur Björn Einarsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir efasemdum með boðað átak fjármálaráðherra gegn reiðufé. Þeir segja menn að sjálfsögðu eiga að berjast gegn skattasvikum, en hugsanlea sé þetta ekki rétta leiðin. Meira »

Þurfa að hætta keppni

17:53 Vegna yfirvofandi storms á Suðausturlandi hefur keppnisstjórn WOW Cyclothon tekið þá ákvörðun að stöðva þá keppendur sem ekki eru líklegir að vera komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Meira »

Fluginu seinkar um sjö tíma

17:08 Áætlað er að flug Icelandair til Kaupmannahafnar, sem átti að fara klukkan 13:00 í dag en þurfti að fresta vegna óhapps, fari ekki í loftið fyrr en klukkan 20:00 í kvöld. Meira »

Bilun í startara olli mikilli töf

16:54 Rúmlega fjögurra tíma seinkun varð á flugi Icelandair frá Birmingham til Íslands í dag en upp kom bilun í startara vélarinnar þegar fljúga átti henni til Íslands. Vélin tók á loft frá Birmingham fyrir skemmstu. Meira »

10 milljóna þakið rofið

16:22 Fjáröflun WOW Cyclothon er í fullum gangi en nú þegar hafa safnast yfir tíu milljónir króna til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Fjáröflunin er í formi áheitakeppni þar sem mörg liðanna hafa sett sér markmið. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna tilraunar til manndráps

16:31 Karlmaður var í gær úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um til­raun til mann­dráps eða stór­fellda lík­ams­árás, með því að hafa ít­rekað stungið ann­an mann í brjóst og hand­legg eft­ir að sá hafði gert at­huga­semd við reyk­ing­ar manns­ins í mat­sal skip­verja á hol­lensku skipi. Meira »

361 íbúð rís á Útvarpsreitnum

15:41 Borgarstjóri og forstjóri byggingarfélagsins Skugga undirrituðu í dag samkomulag um uppbygginguna á Útvarpsreitnum. Skuggi 4 hefur þegar hafið framkvæmdir á reitnum en þar mun 361 íbúð rísa á næstu þremur árum. Meira »

„Þetta er ótrúleg upplifun“

15:33 Hjólakraftur er kominn framhjá Jökulsárlóni og stefnir nú að Skaftafelli. 110 manns í 11 liðum hjóla í kring um landið í WOW Cyclothon. Meira »

Stefnir ríkinu vegna mismununar

15:30 „Ég hef ekki þorað að ræða þetta opinskátt en nú tel ég að rétti tíminn sé runninn upp.“ Svona hefst pistill sem Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær, þar sem hún tilkynnir að hún hafi stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Flóttabörn fá ekki viðeigandi menntun

15:26 Ekki hafa öll flóttabörn hér á landi, eða börn hælisleitenda, fengið viðeigandi menntunarúrræði og fyrirséð er að sama staða verði viðvarandi í haust þegar skólarnir fara aftur af stað. Þetta segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Meira »

Sækja slasaða stúlku

15:09 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út í dag vegna stúlku með hafði dottið af hestbaki í Lundarreykjadal. Meira »

Stefndi lífi fólks í augljósa hættu

14:57 Karlmaður sem er grunaður um að hafa framið rán í apóteki vopnaður öxi og í kjölfarið reynt að flýja undan lögreglu í bifreið í apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júlí. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum en brot hans geta varðað allt að 10 ára fangelsi. Meira »

Tekst að ná betri samningi?

14:45 Brýnt er að Ísland nái að gera góða samninga við Bretland vegna Brexit. Bretar kaupa í dag um 18% af heildarverðmæti útfluttra íslenskra sjávarafurða og Ísland er stærsti innflytjandi fisks á Bretlandsmarkað. Meira »

Endurnýja samning við Landsbjörg

14:58 Utanríkisráðuneytið hefur endurnýjað til næstu fjögurra ára samstarfssamning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um íslensku alþjóðabjörgunarsveita (ICE-SAR). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér starf Landsbjargar í morgun og skrifaði í lok heimsóknarinnar undir samninginn ásamt Smára Sigurðssyni formanni félagsins. Meira »

Í mat hjá mömmu eftir keppni

14:48 Liðið Húnar er eitt af þremur fremstu liðunum í A-flokki fjögurra manna liða ásamt Team Cannondale GÁP og Team Cycleworks. Liðin eru nú komin fram hjá Egilsstöðum og stefna í átt að Öxi. Meira »

Aðstoðarritstjórinn hættur

14:18 Andri Ólafsson, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, er hættur störfum hjá blaðinu. Andri hefur starfað hjá 365 í rúmlega tíu ár. Meira »

Wow Cyclothon

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg 85, gamall hippi í ágætu lagi. verð kr. 390.00...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...