Íslenska í öllum tækjabúnaði

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku ...
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti Máltæki fyrir íslensku 2018-2022. mbl.is/Ófeigur

Íslensku verður að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims þegar Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022 verður komin í gildi. Þetta kom fram á fundi þar sem áætlunin var kynnt í dag í Veröld - Húsi Vigdísar. 

„Við þurfum, ætlum og viljum standa vörð um íslenskuna sem litast mjög af stafrænni tækni í dag,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann kynnti nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku. 

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði ríka áherslu á að þetta verkefni yrði hugsað til lengri tíma en ekki eins og hvert annað átaksverkefni sem Íslendingar eru gjarnan þekktir fyrir. Hann gat þess einnig að umrædd verkáætlun um máltækni væri afrakstur vinnu fyrri ríkisstjórnar. Hann tók einnig fram að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að hrinda verkefninu í framkvæmd sem er til næstu fimm ára.

„Stjórnvöld vinna hins vegar ekki ein og sér að því að standa vörð um íslenskuna í þessum stafræna heimi heldur þurfa allir að koma að því,“ sagði hann jafnframt og vísaði til mikilvægi samvinnu stjórnvalda við atvinnulíf og háskólasamfélagið.   

Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í ...
Anna Björk Nikulásdóttir sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók undir orð ráðherra og sagði árhersla væri lögð á mátækni í einni eða annarri mynd hjá samtökunum. 

„Það er ómetanlegt að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Það er mikilvægt að hægt sé að móta og þróa flóknar hugsanir á íslensku fyrir atvinnulífið,“ sagði Halldór. Hann tók fram að fyrirtæki í atvinnulífinu tækju mjög vel í verkefnið og vilja leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðunum. Atvinnulífið hefði ávinning af máltækninni.

Stöndum frami fyrir miklum áskorunum

„Við gerum okkur vel grein fyrir áskoruninni sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Anna Björk Nikulásdóttir, einn þriggja skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, á kynningunni.

Hún talaði um mikilvægi þess að hægt verði að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Hún boðaði jafnframt að samstarf við stærstu tölvutæknirisana á borð við Microsoft og Amazon. 

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hlýddi á kynninguna. mbl.is/Ófeigur

Verkáætlunin byggir á tillögum stýrihóps um máltækni. Tillögurnar snúa meðal annars að endurskipulagningu náms í máltækni, myndun klasa, rannsóknum og tækniþróun svo fátt eitt sé nefnt. Markmið með máltækniáætlun fyrir íslensku er að tryggja að hægt sé að nota íslensku sem samskiptamáta í tækniheiminum. Unnið verður að því að byggja upp innviði, gagna og hugbúnaðar, þar sem lögð verður áhersla á fjögur atriði. Þetta eru: talgreinir, talgervill, þýðingarvél og málrýnir.

Tækniframfarir eru örar og því þurfa mátæknilausnir á íslensku að fylgja þeirri þróun. „Þróun innviða mun lækka þann þröskuld sem almenn hugbúnaðarfyrirtæki þufa að yfirstíga til að innleiða máltækni í hugbúnaðarlausnir sínar,“ segir í skýrslu máltækni fyrir íslensku 2018-2022.

Stýrihópurinn sem var skipaður í lok október 2016 og skilaði af sér tillögum sínum í vikunni. Í stýrihópnum áttu sæti Davíð Þorláksson formaður, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Guðrún Nordal og Pétur Reimarsson. Þess má geta að ráðherra þakkaði öllum sem komu að þessari vinnu fyrir vel unnin störf og skilaði hópurinn tillögunum á undan áætlun og þar með hafðu talsvert miklir fjármunir sparast. 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Innlent »

Með rætur í matjurtagarði

18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

17:35 Jón HB. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

„Viljum hafa allt uppi á borðum“

16:15 „Við fórum yfir þetta hjá okkur og töldum öll framlög sem við þáðum vera lögum samkvæmt og skiluðum því inn til Ríkisendurskoðunar sem að gerði engar athugasemdir við þetta,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

15:55 Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Meira »

Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

15:46 Þrír lögreglumenn sem komu að fingrafararannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf. Meira »

Áverkar á Thomasi vegna mótspyrnu?

14:54 Áverkar sem Thomas Møller Ol­sen var með á bringu við handtöku fimm dögum eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur gætu hafa verið merki um mótspyrnu við árás. Þetta sagði Urs Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi. Meira »

Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

14:19 Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að áverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Meira »

Styttist í fyrstu göngur og réttir

15:33 Fyrstu göngur í Eyjafjarðarsveit verða laugardaginn og sunnudaginn 2. og 3. september og helgina á eftir, 9. og 10. september. Meira »

Sérmerkja 8 km langan hjólastíg

14:46 Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Heiðmörk, mun sérmerkja tæplega átta kílómetra langan hjólastíg um miðbik Heiðmerkur. Meira »

Bryndís gefur ekki kost á sér í Mosfellsbæ

13:33 Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi síðastliðið haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn í Mosfellsbæ. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Til sölu
LA-Z-BOY hægindastóll með mosagrænu mjög góðu áklæði, 5 ára, vel með farinn. Ver...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...