Líkamsárás í Hafnarfirði

mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan handtók ölvaðan mann við veitingahús í Hafnarfirði  á tíunda tímanum í gærkvöldi en maðurinn er grunaður um líkamsárás. Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp við Sléttahraun í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gærkvöldi en bifreið hafði verið ekið á hús við götuna. Ökumaðurinn er vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en hann er grunaður um ölvun við akstur.

Ökumaður, sem varð valdur að umferðaróhappi og er grunaður um ölvun, var handtekinn í Breiðholti skömmu fyrir kl. átta í gærkvöldi. Hann er vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar málsins.

Um klukkan 22 var tilkynnt um innbrot í bifreið í Mosfellsbæ.  Hurðarlæsing skemmd og stolið munum úr bifreiðinni ásamt skráningarmerkjum af bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert