Slasaðist á leið að Eldborg á Mýrum

Eldborg á Mýrum.
Eldborg á Mýrum. Ljósmynd/Martin Schulz

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir skömmu eftir að kona slasaðist á gönguleiðinni að Eldborg á Mýrum.

Konan er slösuð á hné og ökkla og því ógangfær. Tveir hópar björgunarmanna eru á leið á staðinn en ekki er reiknað með að langan tíma taki að koma henni að vegi og í sjúkrabíl.

Er talið að hún sé um hálfa leið að fellinu og því um eins og hálfs kílómetra leið frá vegi. Vonast er til að hægt sé fara að konunni á sexhjóli til að auðvelda flutning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert