Áforma listamiðstöð og gistiþjónustu í Kaldakinn

Bærinn Rangá í Kaldakinn, Suður-Þingeyjarsýslu.
Bærinn Rangá í Kaldakinn, Suður-Þingeyjarsýslu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ráðgert er að reisa tíu smáhýsi í „fínni kantinum“ á túninu á Rangá í Kaldakinn í Þingeyjarsveit og hyggjast eigendurnir bjóða þar upp á gistingu, einkum hönnuðum og listafólki, jafnt erlendu sem innlendu.

Róshildur Jónsdóttir, hönnuður og landeigandi, fluttist nýlega á gamlar heimaslóðir sínar á Rangá ásamt eiginmanni sínum, Snæbirni Þór Stefánssyni, en bæði eru vöruhönnuðir. Þau hyggjast gera vinnustofur í gömlu fjárhúsunum og gallerí og mögulega veitingaþjónustu í hlöðunni.

Tillaga að breyttu skipulagi jarðarinnar er nú til kynningar í Þingeyjarsveit. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert