Of dýrt svo hún stal því

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar í Smáralind síðdegis í gær en þar hafði kona ætlað að kaupa vörur en þar sem henni fannst þær of dýrar ákvað hún að stela þeim. Konan hafði verið stöðvuð á leiðinni út úr verslun í verslunarmiðstöðinni á sjöunda tímanum. Var konan með vörur fyrir um það bil 29 þúsund krónur á sér sem hún hafði ekki greitt fyrir. 

Að sögn konunnar átti hún peninga fyrir þeim en fannst vörurnar of dýrar og vildi því ekki greiða fyrir vörurnar og ákvað að stela þeim. 

Nokkrum klukkustundum fyrr var lögreglan einnig beðin um að koma í Smáralind vegna þjófnaðar í verslun. Þar var um að ræða tvær konur sem voru búnar að setja varning fyrir um það bil 35 þúsund krónur í tösku en voru stöðvaðar á leiðinni út úr versluninni.

Ofurölvi maður var handtekinn við Bláskóga í Breiðholti um áttaleytið í gærkvöldi. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki. Hann er vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert