Verða leiddir fyrir dómara eftir hádegi

Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal.
Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur

Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga verða leiddir fyrir dómara laust eftir hádegi í dag. Lögreglan mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum.

Ævar Pálmi Pálma­son lög­reglu­full­trúi staðfesti í gær að farið yrði fram á áframhaldandi varðhald yfir mönnunum tveimur. Mennirnir voru yfirheyrðir í gær en Ævar vildi ekki fara út í hvað hefði komið út úr þeim yfirheyrslum. 

Áður hafði hann þó sagt að mennirnir hefðu að einhverju leyti verið samvinnuþýðir við yfirheyrslur. 

Sex voru upp­haf­lega hand­tekn­ir en fjór­um sleppt síðasta föstu­dag þar sem þeir eru ekki tald­ir hafa komið með bein­um hætti að mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert