Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

mbl.is/Þórður

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus.

Útkall barst rétt fyrir klukkan 17 í dag en vinnu á vettvangi lauk rétt eftir klukkan 18. Samkvæmt heimildum mbl.is lokaði lögregla Álftanesvegi á meðan aðgerðin stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert