Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, þar sem fjallað er um kosti og galla fastgengisstefnu.

Vísað er í umræðu hér á landi um mögulega gengistengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil, þá einkum evruna, en sú umræða hefur einkum snúist um stefnu Viðreisnar um svonefnt myntráð. Settur hafi verið á fót starfshópur til þess að fara yfir peningastefnu landsins með það fyrir augum hvernig megi tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Mikilvægt sé fyrir Ísland að fara vandlega yfir kosti og galla þess að taka upp breytta stefnu.

Bent hafi verið á að ekkert þróað hagkerfi búi við jafnlítinn gjaldmiðil og fljótandi gengi án fjármagnshafta. Vísbendingar séu um að frjálst flæði fjármagns, sveigjanlegt gengi og sjálfstæð peningastefna geti hugsanlega ekki þrifist samhliða. Fastgengisstefna geti fyrir vikið leitt til meiri fyrirsjáanleika í gengismálum og verðstöðugleika sem og minni verðbólguþrýstings. Enn fremur minni kostnaðar í gjaldeyrisviðskiptum.

Kæmi ekki í veg fyrir sveiflur í raungengi

Hins vegar geti fastgengisstefna einnig leitt til ákveðinna vandamála. Rifjað er upp að Ísland hafi eitt sinn búið við fastgengi en líkt og í tilfelli fleiri minni hagkerfa hafi sú leið reynst ófær með tímanum. Fastgengi myndi setja aukinn þrýsting á önnur stjórntæki íslenskra stjórnvalda þar sem stýrivextir yrðu að fylgja stýrivöxtum myntsvæðisins sem miðað væri við. Það þýddi þörf á auknum mótaðgerðum til þess að reyna að tryggja stöðugleika.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir ...
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir fastgengisstefnu í gegnum myntráð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fastgengi myndi sömuleiðis draga úr getu Íslands til þess að bregðast við utanaðkomandi áföllum og ekki koma í veg fyrir sveiflur í raungengi. Aðlögun hagkerfisins yrði að eiga sér stað í gegnum aðlögun á innlendum launamarkaði og á verðlagi sem geti bæði gengið hægar fyrir sig og verið sársaukafyllra vegna meiri samfélagslegs kostnaðar til skemmri tíma. Þátt fyrir sveigjanleika sé svigrúm ekki mikið til þess á íslenskum vinnumarkaði.

Enginn augljós kostur sé fyrir hendi þegar komi að því að velja erlendan gjaldmiðil vegna mögulegrar gengistengingar til þess að ná fram þeim efnahagsáhrifum sem talað sé um að gætu skilað sér með gengistengingu. Meðal annars vegna þess að áfangastaðir íslensks útflutnings séu ekki þeir sömu og innflutningur til landsins kemur einkum frá. Sama eigi við þegar komi að því að ákveða hvaða gengi skuli miða við í þeim efnum.

Óbreytt fyrirkomulag raunhæfasti kosturinn

Enn fremur er bent á að sá fyrirsjáanleiki í gengismálum sem gert sé ráð fyrir að náist fram með fastgengisstefnu næði ekki til óvissu varðandi gengissveiflur gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem hefðu þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Þá þýddi fastgengi að Ísland byggi ekki við nauðsynlegan stuðning frá peningastefnu viðmiðunarlandsins og að við þær aðstæður yrði nær útlokað fyrir Ísland að standast árás spákaupmanna á krónuna.

Hins vegar myndi aðild að stærra myntbandalagi í gegnum tvíhliða samning skila sér í stofnanalegri umgjörð og stuðningi. Kæmi til þess að pólitískur vilji stæði á ný til þess að ganga í Evrópusambandið breytti það myndinni þar sem innganga í sambandið myndi þegar fram liðu stundir leiða til aðildar að evrusvæðinu. Þar með myndi Ísland njóta góðs af trúverðugleika peningastefnu svæðisins sem gæti leitt til meiri stöðugleika og lægri vaxta.

Með hliðsjón af öllu sem að framan er nefnt er það mat OECD að núverandi fyrirkomulag peningamála, með krónuna og fljótandi gengi, sé raunhæfasti kosturinn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag. Stofnunin bendir á að fljótandi gengi krónunnar verji íslenskt efnahagslíf frá utanaðkomandi áföllum og geti auðveldað efnahagslega aðlögun líkt og hafi gerst í kjölfar bankahrunsins. Ísland hafi þannig rétt út kútnum hraðar en mörg evruríki.

AFP
mbl.is

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...