Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, þar sem fjallað er um kosti og galla fastgengisstefnu.

Vísað er í umræðu hér á landi um mögulega gengistengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil, þá einkum evruna, en sú umræða hefur einkum snúist um stefnu Viðreisnar um svonefnt myntráð. Settur hafi verið á fót starfshópur til þess að fara yfir peningastefnu landsins með það fyrir augum hvernig megi tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Mikilvægt sé fyrir Ísland að fara vandlega yfir kosti og galla þess að taka upp breytta stefnu.

Bent hafi verið á að ekkert þróað hagkerfi búi við jafnlítinn gjaldmiðil og fljótandi gengi án fjármagnshafta. Vísbendingar séu um að frjálst flæði fjármagns, sveigjanlegt gengi og sjálfstæð peningastefna geti hugsanlega ekki þrifist samhliða. Fastgengisstefna geti fyrir vikið leitt til meiri fyrirsjáanleika í gengismálum og verðstöðugleika sem og minni verðbólguþrýstings. Enn fremur minni kostnaðar í gjaldeyrisviðskiptum.

Kæmi ekki í veg fyrir sveiflur í raungengi

Hins vegar geti fastgengisstefna einnig leitt til ákveðinna vandamála. Rifjað er upp að Ísland hafi eitt sinn búið við fastgengi en líkt og í tilfelli fleiri minni hagkerfa hafi sú leið reynst ófær með tímanum. Fastgengi myndi setja aukinn þrýsting á önnur stjórntæki íslenskra stjórnvalda þar sem stýrivextir yrðu að fylgja stýrivöxtum myntsvæðisins sem miðað væri við. Það þýddi þörf á auknum mótaðgerðum til þess að reyna að tryggja stöðugleika.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir ...
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir fastgengisstefnu í gegnum myntráð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fastgengi myndi sömuleiðis draga úr getu Íslands til þess að bregðast við utanaðkomandi áföllum og ekki koma í veg fyrir sveiflur í raungengi. Aðlögun hagkerfisins yrði að eiga sér stað í gegnum aðlögun á innlendum launamarkaði og á verðlagi sem geti bæði gengið hægar fyrir sig og verið sársaukafyllra vegna meiri samfélagslegs kostnaðar til skemmri tíma. Þátt fyrir sveigjanleika sé svigrúm ekki mikið til þess á íslenskum vinnumarkaði.

Enginn augljós kostur sé fyrir hendi þegar komi að því að velja erlendan gjaldmiðil vegna mögulegrar gengistengingar til þess að ná fram þeim efnahagsáhrifum sem talað sé um að gætu skilað sér með gengistengingu. Meðal annars vegna þess að áfangastaðir íslensks útflutnings séu ekki þeir sömu og innflutningur til landsins kemur einkum frá. Sama eigi við þegar komi að því að ákveða hvaða gengi skuli miða við í þeim efnum.

Óbreytt fyrirkomulag raunhæfasti kosturinn

Enn fremur er bent á að sá fyrirsjáanleiki í gengismálum sem gert sé ráð fyrir að náist fram með fastgengisstefnu næði ekki til óvissu varðandi gengissveiflur gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem hefðu þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Þá þýddi fastgengi að Ísland byggi ekki við nauðsynlegan stuðning frá peningastefnu viðmiðunarlandsins og að við þær aðstæður yrði nær útlokað fyrir Ísland að standast árás spákaupmanna á krónuna.

Hins vegar myndi aðild að stærra myntbandalagi í gegnum tvíhliða samning skila sér í stofnanalegri umgjörð og stuðningi. Kæmi til þess að pólitískur vilji stæði á ný til þess að ganga í Evrópusambandið breytti það myndinni þar sem innganga í sambandið myndi þegar fram liðu stundir leiða til aðildar að evrusvæðinu. Þar með myndi Ísland njóta góðs af trúverðugleika peningastefnu svæðisins sem gæti leitt til meiri stöðugleika og lægri vaxta.

Með hliðsjón af öllu sem að framan er nefnt er það mat OECD að núverandi fyrirkomulag peningamála, með krónuna og fljótandi gengi, sé raunhæfasti kosturinn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag. Stofnunin bendir á að fljótandi gengi krónunnar verji íslenskt efnahagslíf frá utanaðkomandi áföllum og geti auðveldað efnahagslega aðlögun líkt og hafi gerst í kjölfar bankahrunsins. Ísland hafi þannig rétt út kútnum hraðar en mörg evruríki.

AFP
mbl.is

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...