Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, þar sem fjallað er um kosti og galla fastgengisstefnu.

Vísað er í umræðu hér á landi um mögulega gengistengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil, þá einkum evruna, en sú umræða hefur einkum snúist um stefnu Viðreisnar um svonefnt myntráð. Settur hafi verið á fót starfshópur til þess að fara yfir peningastefnu landsins með það fyrir augum hvernig megi tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Mikilvægt sé fyrir Ísland að fara vandlega yfir kosti og galla þess að taka upp breytta stefnu.

Bent hafi verið á að ekkert þróað hagkerfi búi við jafnlítinn gjaldmiðil og fljótandi gengi án fjármagnshafta. Vísbendingar séu um að frjálst flæði fjármagns, sveigjanlegt gengi og sjálfstæð peningastefna geti hugsanlega ekki þrifist samhliða. Fastgengisstefna geti fyrir vikið leitt til meiri fyrirsjáanleika í gengismálum og verðstöðugleika sem og minni verðbólguþrýstings. Enn fremur minni kostnaðar í gjaldeyrisviðskiptum.

Kæmi ekki í veg fyrir sveiflur í raungengi

Hins vegar geti fastgengisstefna einnig leitt til ákveðinna vandamála. Rifjað er upp að Ísland hafi eitt sinn búið við fastgengi en líkt og í tilfelli fleiri minni hagkerfa hafi sú leið reynst ófær með tímanum. Fastgengi myndi setja aukinn þrýsting á önnur stjórntæki íslenskra stjórnvalda þar sem stýrivextir yrðu að fylgja stýrivöxtum myntsvæðisins sem miðað væri við. Það þýddi þörf á auknum mótaðgerðum til þess að reyna að tryggja stöðugleika.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir ...
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir fastgengisstefnu í gegnum myntráð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fastgengi myndi sömuleiðis draga úr getu Íslands til þess að bregðast við utanaðkomandi áföllum og ekki koma í veg fyrir sveiflur í raungengi. Aðlögun hagkerfisins yrði að eiga sér stað í gegnum aðlögun á innlendum launamarkaði og á verðlagi sem geti bæði gengið hægar fyrir sig og verið sársaukafyllra vegna meiri samfélagslegs kostnaðar til skemmri tíma. Þátt fyrir sveigjanleika sé svigrúm ekki mikið til þess á íslenskum vinnumarkaði.

Enginn augljós kostur sé fyrir hendi þegar komi að því að velja erlendan gjaldmiðil vegna mögulegrar gengistengingar til þess að ná fram þeim efnahagsáhrifum sem talað sé um að gætu skilað sér með gengistengingu. Meðal annars vegna þess að áfangastaðir íslensks útflutnings séu ekki þeir sömu og innflutningur til landsins kemur einkum frá. Sama eigi við þegar komi að því að ákveða hvaða gengi skuli miða við í þeim efnum.

Óbreytt fyrirkomulag raunhæfasti kosturinn

Enn fremur er bent á að sá fyrirsjáanleiki í gengismálum sem gert sé ráð fyrir að náist fram með fastgengisstefnu næði ekki til óvissu varðandi gengissveiflur gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem hefðu þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Þá þýddi fastgengi að Ísland byggi ekki við nauðsynlegan stuðning frá peningastefnu viðmiðunarlandsins og að við þær aðstæður yrði nær útlokað fyrir Ísland að standast árás spákaupmanna á krónuna.

Hins vegar myndi aðild að stærra myntbandalagi í gegnum tvíhliða samning skila sér í stofnanalegri umgjörð og stuðningi. Kæmi til þess að pólitískur vilji stæði á ný til þess að ganga í Evrópusambandið breytti það myndinni þar sem innganga í sambandið myndi þegar fram liðu stundir leiða til aðildar að evrusvæðinu. Þar með myndi Ísland njóta góðs af trúverðugleika peningastefnu svæðisins sem gæti leitt til meiri stöðugleika og lægri vaxta.

Með hliðsjón af öllu sem að framan er nefnt er það mat OECD að núverandi fyrirkomulag peningamála, með krónuna og fljótandi gengi, sé raunhæfasti kosturinn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag. Stofnunin bendir á að fljótandi gengi krónunnar verji íslenskt efnahagslíf frá utanaðkomandi áföllum og geti auðveldað efnahagslega aðlögun líkt og hafi gerst í kjölfar bankahrunsins. Ísland hafi þannig rétt út kútnum hraðar en mörg evruríki.

AFP
mbl.is

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
Skrautlistar
Erum með skrautlista smíðu yfir rör og það sem þarf að loka smíðum í gömul ...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...