Þykir ráðherra brattur vegna Airbnb

Bandaríska gistimiðlunin Airbnb er gagnrýnd fyrir að veita ekki upplýsingar …
Bandaríska gistimiðlunin Airbnb er gagnrýnd fyrir að veita ekki upplýsingar um starfsemina. AFP

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsíðunnar turisti.is, telur Benedikt Jóhannesson, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vera „nokkuð brattann“ að ætla sér að fá upplýsingar frá Airbnb vegna heimagistinga á Íslandi. Í samtali við Magasínið á K100 í dag sagði Kristján að reynslan sýni að borgaryfirvöld víða í Evrópu eigi í vandræðum með að fá greinargóðar upplýsingar frá Airbnb.

Ráðherra vill upplýsingar

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hef­ur sagt að ís­lensk stjórn­völd séu kom­in í sam­band við gistimiðlunina Air­bnb sem vonandi leiði til samnings um upplýsingar um alla sem starfrækja heimagistingu á Íslandi.

Kristján nefnir sem dæmi að borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi hafi gert samkomulag við Airbnb árið 2014. „Og þá fengust bara upplýsingar sem eru ekki rekjanlegar til heimilisfangs fólks,“ sagði Kristján og bætti við að svipuð staða væri uppi í New York. Þar hafi Airbnb opnað bækur sínar tímabundið en fólk hafi þurft að nálgast upplýsingarnar á borgarstjórnarskrifstofum.

Ekki tekist hjá öðrum borgum

„En þetta hefur aldrei verið gert með einhverjum hætti eins og mér finnst Benedikt fjármálaráðherra vera að boða, það er að segja gott samstarf við Airbnb um að fyrirtækið deili öllum upplýsingum um sína viðskiptavini á Íslandi. Það hefur a.m.k. ekki tekist hjá öðrum sem hafa þó miklu meiri hagsmuni að verja, þ.e.a.s. borgaryfirvöld í milljónaborgum sem hafa ekki náð neinu fram að viti í samningaviðræðum sínum við Airbnb,“ segir Kristján Sigurjónsson.

Hlustaðu á viðtalið við Kristján úr Magasíninu á K100.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert