Lúpínubreiður stækka stöðugt

Þotið á hjóli í lúpínuskógi. Á höfuðborgarsvæðinu eru slíkir víða.
Þotið á hjóli í lúpínuskógi. Á höfuðborgarsvæðinu eru slíkir víða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar eiga að taka alaskalúpínuna í sátt og nýta kosti hennar sem eru meðal annars niturbinding í andrúmslofti og auk þess sem lúpínan er góður undanfari skógræktar, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni.

Nýlegar mælingar sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna að lúpína nær nú orðið yfir 314 ferkílómetra sem er rúmlega 0,3% af flatamáli Íslands.

Flæmi lúpínu eru víða um land og verða stöðugt umfangsmeiri, svo sem á Mýrdalssandi. Í Reykjavík má sjá miklar bláar breiður, til dæmis á Keldnaholti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert