„Þetta er risastórt dæmi“

Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk í nýrri Fantastic …
Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk í nýrri Fantastic Beasts mynd sem kemur út í nóvember 2018. mbl.is/Einar Falur

„Ég er mjög spenntur. Það er ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessum heimi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, en eins og mbl.is greindi frá munu hann og Ingvar E. Sigurðsson fara með hlutverk í nýrri Fantastic Beasts mynd sem kemur út í nóvember 2018.

Frétt mbl.is: Ólafur Darri og Ingvar í Fantastic Beasts

Tökur á myndinni hófust í dag í kvik­mynda­veri Warner Bros. í Lea­ves­den í Englandi. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar, en samkvæmt heimildum mbl.is er hann staddur í Englandi að undirbúa tökur myndarinnar.

Í samtali við mbl.is segist Ólafur Darri vera mikill Harry Potter aðdáandi, og því sé einstaklega skemmtilegt að fá að taka þátt í verkefninu. „Þetta er risastórt dæmi,“ segir hann.

Ingvar E. Sigurðsson fer einnig með hlutverk í myndinni.
Ingvar E. Sigurðsson fer einnig með hlutverk í myndinni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kvik­mynd­in er einskon­ar for­leik­ur fyr­ir sög­una af galdrastrákn­um Harry Potter. Hand­rit henn­ar er skrifað af höf­undi bók­anna, J.K. Rowl­ing og hún á sér stað í sama galdra­heimi og Harry Potter bæk­urn­ar, en sjö ára­tug­um fyrr.

Fyr­ir­hugað er að Warner Bros muni gefa út alls fimm Fant­astic Be­asts mynd­ir, en sú fyrsta kom út á síðasta ári. Mynd­irn­ar ger­ast á ár­un­um 1926 til 1945, en sögu­svið næstu mynd­ar er New York, London og Par­ís. Leik­stjóri síðustu fjög­urra Harry Potter mynd­anna, Dav­id Ya­tes og fram­leiðand­inn Dav­id Heym­an eru ábyrg­ir fyr­ir því að glæða hand­rit Rowl­ing lífi.

Úr fyrstu Fantastic Beasts myndinni.
Úr fyrstu Fantastic Beasts myndinni.

Mun Ingvar fara með hlut­verk manna­veiðara að nafni Grimm­son og Ólaf­ur Darri fara með hlut­verk Skend­er, eig­anda töfras­irk­uss. Þar slást þeir í hóp heims­frægra leik­ara á borð við Eddie Red­mayne, Johnny Depp, Col­in Far­rell, Zoe Kra­vitz, Jude Law og fleiri. Greint var frá þessu fyrr í dag á vef Pottermore. 

Ólafur Darri og Ingvar léku síðast saman í sjónvarpsþáttunum Ófærð, en báðir eiga þeir farsæla ferla að baki. Ólafur Darri hefur farið með hlutverk í þó nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum vestanhafs, til að mynda True Detective og The Secret Life of Walter Mitty, auk þess að leika í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Þá lék Ingvar í stórmyndinni Everest auk þess að hafa árið 2002 leikið ásamt Harrison Ford og Liam Neeson í kvikmyndinni K-19: The Windowmaker. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum á borð við Engla Alheimsins, Mýrinni, Hross í oss og Þröstum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert