Vestfjarðagöng lokuð eftir umferðarslys

Slysið varð í Vestfjarðagöngum.
Slysið varð í Vestfjarðagöngum.

Klukkan 15:11 í dag barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um umferðarslys í Vestfjarðagöngum. Tvær bifreiðir rákust saman. Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði en eru ekki taldir lífshættulega slasaðir. Að sögn lögreglu má búast við að göngin verði lokuð næsta klukkutímann meðan viðbragðsaðilar eru að vinna á vettvangi.

Slysið átti sér stað í Botnsheiðarhluta ganganna sem liggja að Suðureyri í Súgandafirði, en göngin tengja saman saman Skutulsfjörð, Súgandafjörð og Önundarfjörð. Að sögn lögreglu hafa allir hinna slösuðu verið fluttir á sjúkrahús, en eins og venjulega er talin talsverð hætta þegar slys verða í göngum og því var viðbúnaður nokkur eftir slysið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert