Sóknin verði frá Íslandi

Í Vatnsmýri. Icelandair hyggst sækja fram með stafrænum leiðum. Stjórnendur …
Í Vatnsmýri. Icelandair hyggst sækja fram með stafrænum leiðum. Stjórnendur félagsins sjá tækifæri á netinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Icelandair mun í vetur loka síðustu erlendu söluskrifstofum sínum. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir þetta lið í þeirri stefnubreytingu að færa sölu- og markaðsstarf félagsins heim.

Með því að bæta samhæfingu markaðs- og söludeilda og sérfræðinga í nettækni megi efla sóknina á erlenda markaði. Hægt verði að taka ákvarðanir með skjótari hætti og bregðast hraðar við breytingum. Það muni skila auknum tekjum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur innkomu Norwegian og kanadíska flugfélagsins WestJet á markaðinn fyrir flug yfir Norður-Atlantshafið hafa sett aukna pressu á verð. Með öflugri netdeild geti Icelandair betur nýtt styrk sinn sem flugfélag sem býður fjölbreytt framboð á upplifun og þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert