Meirihluta boðin áframhaldandi vinna

Öllum 92 starfsmönnunum sem missa munu vinnu sína vegna breytinga …
Öllum 92 starfsmönnunum sem missa munu vinnu sína vegna breytinga á bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi var gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu. 14 þeirra eru enn ekki fundið aðra lausn en félagið heldur áframa að aðstoða þá í atvinnuleit. mbl.is/Kristinn Magnússon

52 starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur verið boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum félagsins og dótturfélögum þess í kjölfarið á því að þeim var sagt upp störfum vegna breytinga á bolfiskvinnslu félagsins fyrr á árinu. 29 starfsmönnum hefur verið boðin vinna í Reykjavík og 28 starfsmönnum á Akranesi. 

Félagið heldur áfram að leita að vinnu bæði innan og utan félagsins fyrir þá 14 sem enn hafa ekki fundið aðra lausn eftir að þau missa vinnu sína 1. september. Þetta kemur fram á vef HB Granda

Öllum 92 starfsmönnunum var gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu á öðrum starfstöðvum félagsins á Akranesi og í Reykjavík en frestur til þessa rann út 30. júní síðastliðinn.

Allir þeir sem sóttu um áframhaldandi vinnu í Norðurgarði í Reykjavík verður boðin vinna þar eða alls 29 manns. Þá fá 28 starfsmenn boð um störf hjá dótturfélögum HB Granda á Akranesi, Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni. Auk þess verður boðið upp á störf við sameiginlega þjónustu innan fyrirtækisins, s.s. umsjón tækja, lóða og fasteigna félagsins. Þá mun 21 starfsmaður fara fara til vinnu annars staðar eða í nám.

Fram kemur að ekki hafi fundist lausnir fyrir 14 starfsmenn sem hafa vinnu til 1. september næstkomandi en að áfram verði aðstoðað eftir megni við atvinnuleit innan félagsins sem utan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert