Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/Rax

Nokkuð stór jarðskjálfti mældist í Mýrdalsjökli rétt upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hefur yfirfarið skjálftann og hefur staðfest að hann var 3,3 að stærð. 

Skjálftinn fannst greinilega í Mýrdal, meðal annars í Fagradal í Mýrdal, og gekk skjálftinn frá vestri til austurs. Nokkuð hefðbundin skjálftavirkni hefur verið undanfarna sólarhringa en þetta er sá stærsti til þessa. Alls hafa mælst 78 skjálftar undanfarna sólarhringa, flestir minni en 1 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert