Ákvað ung að verða ein sú besta

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og ótvíræður leiðtogi landsliðsins í fótbolta, er aðeins 26 ára en þrátt fyrir það á leið í úrslitakeppni Evrópumótsins í þriðja skipti. Hún hefur unnið marga glæsta sigra með félagsliðum hér heima, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi, en ferillinn ekki alltaf verið dans á rósum. Þessi gríðarlega metnaðarfulla fótboltakona meiddist mjög illa á unglingsaldri, gat ekkert æft í nokkur misseri, en lét það ekki á sig fá. Hún spilar nú með einu allra besta liði álfunnar en stefnir sífellt hærra.

Rætt er við Söru Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Á síðasta ári varð Sara Björk í 19. til 23. sæti í kjöri besta leikmanns Evrópu, á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þjálfarar bestu landsliða og félagsliða tóku þátt ásamt hópi íþróttafréttamanna.

Mikil viðurkenning

„Þetta var að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Það er mikil viðurkenning að vera á meðal þeirra bestu í svona kjöri en ég hugsa þó ekki mikið um þetta eða um að vera komin í eitthvert sæti ofar á listanum næst. Ég hugsa bara um að leggja á mig enn meiri vinnu en áður til að ná þeim markmiðum sem ég set mér. Árangur næst með mikilli vinnu og það er gaman að uppskera,“ segir Sara við blaðamann Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þegar kjörið ber á góma.

Sara Björk lék með Haukum í Hafnarfirði fyrstu árin, framinn var skjótur og hún var fyrst valin í A-landsliðshópinn 2007, aðeins 16 ára. Ekki nóg með það; hún kom inn á gegn Slóveníu í Dravograd um sumarið og lék í nokkrar mínútur.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Sara Björk var nýbúin að jafna sig eftir erfið meiðsli. Krossband í hné slitnaði og Sara gat ekkert verið í fótbolta í nokkur misseri, frá því vorið 2005 þar til síðla árs 2006. Missti úr tvö heil keppnistímabil.

Þroskaðist sem manneskja og leikmaður

Hún segist, eftir á að hyggja, hafa lært mikið á meðan hún beið. „Þessi tími mótaði mig mjög mikið. Ég breyttist bæði sem manneskja og fóboltamaður, þótt ég væri ekki að æfa. Ég var staðráðin í því að snúa betri til baka, fékk mikinn stuðning frá mínum nánustu, eins og alltaf, og jafnvel má segja að það hafi gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.

Þegar maður meiðist er nefnilega tvennt sem kemur til greina og létta leiðin er að gera allt með hálfum huga. Ég var bara 15 ára og margt annað í gangi, mikill þrýstingur frá vinum að koma frekar á skólaböll eða gera eitthvað í þeim dúr frekar en að æfa sig.

Áður en ég meiddist hafði ég verið valin á úrtaksæfingar með landsliði og þegar á meðan ég var meidd áttaði ég mig á því hversu svakalegt keppnisskapið er! Ég hugsaði um að á meðan ég gat sama og ekkert gert væru aðrir að æfa og bæta sig, svo að í endurhæfingunni yrði ég að leggja þrefalt á mig því annars færu allir fram úr mér.“

Hugarfarið er mesti styrkleikinn

Sara Björk segist oft spurð að því hverjir séu mestu styrkleikar hennar sem fótboltamanns. „Ég hef vissulega marga góða kosti en mesti styrkleikinn er hugarfarið; ég spila alltaf með hjartanu og legg mig alltaf 100% fram. Ég er með ótrúlega sterka innri áhugahvöt sem drífur mig áfram. Sigurvíma er betri en allt annað; tilfinningin sem maður fær þegar liðið vinnur leik eða þegar ég er best á æfingu. Ég lifi fyrir það og allt erfiðið sem ég legg á mig; ég elska að fara út að hlaupa og æfa aukalega því ég veit að það skilar mér sigrum og titlum og öðrum markmiðum sem ég set mér.

Ég veit að öll vinnan skilar sér. Maður verður að elska erfiðið og þegar maður uppsker er tilfinningin svo ótrúlega góð að ég er strax tilbúin að leggja það allt á mig aftur.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í ...
Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í Laugardalnum um daginn. mbl.is/Golli

Innlent »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir pylsu-drottning í Bæjarin beztu kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 Hún sagði alltaf hafa legið fyrir að ekkert tilefni væri fyrir Bjarta framtíð og Viðreisn að hlaupast á brott. Á fundi formanna allra flokka á dögunum var samþykkt að frumvarp Sigríðar um uppreist æru fái meðferð á núverandi þingi, og var það eina málið sem samstaða náðist um. „Það verður að vera Sjálfstæðisflokkurinn sem lýkur því máli því það hefur hvorki heyrst hóst né stuna frá öðrum flokkum um hvernig á að fara að því.“ Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Ukulele
...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...