Ákvað ung að verða ein sú besta

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og ótvíræður leiðtogi landsliðsins í fótbolta, er aðeins 26 ára en þrátt fyrir það á leið í úrslitakeppni Evrópumótsins í þriðja skipti. Hún hefur unnið marga glæsta sigra með félagsliðum hér heima, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi, en ferillinn ekki alltaf verið dans á rósum. Þessi gríðarlega metnaðarfulla fótboltakona meiddist mjög illa á unglingsaldri, gat ekkert æft í nokkur misseri, en lét það ekki á sig fá. Hún spilar nú með einu allra besta liði álfunnar en stefnir sífellt hærra.

Rætt er við Söru Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Á síðasta ári varð Sara Björk í 19. til 23. sæti í kjöri besta leikmanns Evrópu, á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þjálfarar bestu landsliða og félagsliða tóku þátt ásamt hópi íþróttafréttamanna.

Mikil viðurkenning

„Þetta var að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Það er mikil viðurkenning að vera á meðal þeirra bestu í svona kjöri en ég hugsa þó ekki mikið um þetta eða um að vera komin í eitthvert sæti ofar á listanum næst. Ég hugsa bara um að leggja á mig enn meiri vinnu en áður til að ná þeim markmiðum sem ég set mér. Árangur næst með mikilli vinnu og það er gaman að uppskera,“ segir Sara við blaðamann Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þegar kjörið ber á góma.

Sara Björk lék með Haukum í Hafnarfirði fyrstu árin, framinn var skjótur og hún var fyrst valin í A-landsliðshópinn 2007, aðeins 16 ára. Ekki nóg með það; hún kom inn á gegn Slóveníu í Dravograd um sumarið og lék í nokkrar mínútur.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Sara Björk var nýbúin að jafna sig eftir erfið meiðsli. Krossband í hné slitnaði og Sara gat ekkert verið í fótbolta í nokkur misseri, frá því vorið 2005 þar til síðla árs 2006. Missti úr tvö heil keppnistímabil.

Þroskaðist sem manneskja og leikmaður

Hún segist, eftir á að hyggja, hafa lært mikið á meðan hún beið. „Þessi tími mótaði mig mjög mikið. Ég breyttist bæði sem manneskja og fóboltamaður, þótt ég væri ekki að æfa. Ég var staðráðin í því að snúa betri til baka, fékk mikinn stuðning frá mínum nánustu, eins og alltaf, og jafnvel má segja að það hafi gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.

Þegar maður meiðist er nefnilega tvennt sem kemur til greina og létta leiðin er að gera allt með hálfum huga. Ég var bara 15 ára og margt annað í gangi, mikill þrýstingur frá vinum að koma frekar á skólaböll eða gera eitthvað í þeim dúr frekar en að æfa sig.

Áður en ég meiddist hafði ég verið valin á úrtaksæfingar með landsliði og þegar á meðan ég var meidd áttaði ég mig á því hversu svakalegt keppnisskapið er! Ég hugsaði um að á meðan ég gat sama og ekkert gert væru aðrir að æfa og bæta sig, svo að í endurhæfingunni yrði ég að leggja þrefalt á mig því annars færu allir fram úr mér.“

Hugarfarið er mesti styrkleikinn

Sara Björk segist oft spurð að því hverjir séu mestu styrkleikar hennar sem fótboltamanns. „Ég hef vissulega marga góða kosti en mesti styrkleikinn er hugarfarið; ég spila alltaf með hjartanu og legg mig alltaf 100% fram. Ég er með ótrúlega sterka innri áhugahvöt sem drífur mig áfram. Sigurvíma er betri en allt annað; tilfinningin sem maður fær þegar liðið vinnur leik eða þegar ég er best á æfingu. Ég lifi fyrir það og allt erfiðið sem ég legg á mig; ég elska að fara út að hlaupa og æfa aukalega því ég veit að það skilar mér sigrum og titlum og öðrum markmiðum sem ég set mér.

Ég veit að öll vinnan skilar sér. Maður verður að elska erfiðið og þegar maður uppsker er tilfinningin svo ótrúlega góð að ég er strax tilbúin að leggja það allt á mig aftur.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í ...
Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í Laugardalnum um daginn. mbl.is/Golli

Innlent »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »

Skipstjóri fær frest til að kynna sér gögn

13:38 Búið er að fresta máli skipstjóra sem ákærður er fyrir að hafa framið almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng í Arnarfirði á Vestfjörðum. Málið verður næst tekið fyrir 6. september. Meira »

„Þarna fann ég að ég er ekki ein“

13:10 Áslaug Ýr Hjartardóttir, sem fyrr í sumar stefndi íslenska ríkinu vegna synjunar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu fyrir ferð hennar til Svíþjóðar í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndunum, er nú komin heim eftir dvölina. Meira »

Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

13:05 Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

13:08 „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi

13:00 Nýr minigolfvöllur var tekinn í notkun í Guðmundarlundi í Kópavogi á sumarhátíð eldri borgara í gær. Hugmyndaríkur Kópavogsbúi benti á að tilvalið væri að setja upp minigolfvöll í lundinum og samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillöguna. Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

12:10 Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

11:53 Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni og sluppu allir ómeiddir. Meira »

Ferðir Herjólfs felldar niður

11:31 Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum, sem áætluð var klukkan 11, hefur verið felld niður vegna ölduhæðar og sjávarstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum. Meira »

Klára síðasta kaflann í dag

11:29 „Þetta er nú bara held ég alveg að verða búið. Þetta er síðasti kaflinn á Suðurlandsvegi í bili, við klárum í dag,“ segir Gunnar Örn Erlingsson hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Coals hf. sem annast malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi. Meira »

Skútan er fundin

10:54 Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Veita styrki fyrir tvær milljónir króna

10:05 Fjórir nemendur við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík munu fá samtals tvær milljónir króna frá IceFish-námssjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem fram fer dagana 13.-15. september. Meira »

Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

11:24 Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestur af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan stendur enn að sögn jarðskjálftafræðings. Meira »

Sjálfvirku hliðin flýta mikið fyrir

10:44 Ný sjálfvirk landamærahlið sem tekin voru í notkun um miðjan síðasta mánuð á Keflavíkurflugvelli hafa gefið mjög góða raun. Komu- og brottfararfarþegar á leið til og frá ríkjum utan Schengen-svæðisins þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og býðst ríkisborgurum Evrópusambandsins og EES-ríkja eldri en 18 ára að skanna vegabréfið handvirkt við sjálfvirku hliðin. Meira »

Mengun í Mosfellsbæ sé næstum daglegt brauð

10:00 Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ, segir mengunina í Mosfellsbæ vera gamlar fréttir fyrir hverfisbúa. Mengunarmál séu næstum daglegt brauð og aðgerðarleysi bæjarins vera söguna endalausu. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...