Ákvað ung að verða ein sú besta

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og ótvíræður leiðtogi landsliðsins í fótbolta, er aðeins 26 ára en þrátt fyrir það á leið í úrslitakeppni Evrópumótsins í þriðja skipti. Hún hefur unnið marga glæsta sigra með félagsliðum hér heima, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi, en ferillinn ekki alltaf verið dans á rósum. Þessi gríðarlega metnaðarfulla fótboltakona meiddist mjög illa á unglingsaldri, gat ekkert æft í nokkur misseri, en lét það ekki á sig fá. Hún spilar nú með einu allra besta liði álfunnar en stefnir sífellt hærra.

Rætt er við Söru Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Á síðasta ári varð Sara Björk í 19. til 23. sæti í kjöri besta leikmanns Evrópu, á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þjálfarar bestu landsliða og félagsliða tóku þátt ásamt hópi íþróttafréttamanna.

Mikil viðurkenning

„Þetta var að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Það er mikil viðurkenning að vera á meðal þeirra bestu í svona kjöri en ég hugsa þó ekki mikið um þetta eða um að vera komin í eitthvert sæti ofar á listanum næst. Ég hugsa bara um að leggja á mig enn meiri vinnu en áður til að ná þeim markmiðum sem ég set mér. Árangur næst með mikilli vinnu og það er gaman að uppskera,“ segir Sara við blaðamann Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þegar kjörið ber á góma.

Sara Björk lék með Haukum í Hafnarfirði fyrstu árin, framinn var skjótur og hún var fyrst valin í A-landsliðshópinn 2007, aðeins 16 ára. Ekki nóg með það; hún kom inn á gegn Slóveníu í Dravograd um sumarið og lék í nokkrar mínútur.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Sara Björk var nýbúin að jafna sig eftir erfið meiðsli. Krossband í hné slitnaði og Sara gat ekkert verið í fótbolta í nokkur misseri, frá því vorið 2005 þar til síðla árs 2006. Missti úr tvö heil keppnistímabil.

Þroskaðist sem manneskja og leikmaður

Hún segist, eftir á að hyggja, hafa lært mikið á meðan hún beið. „Þessi tími mótaði mig mjög mikið. Ég breyttist bæði sem manneskja og fóboltamaður, þótt ég væri ekki að æfa. Ég var staðráðin í því að snúa betri til baka, fékk mikinn stuðning frá mínum nánustu, eins og alltaf, og jafnvel má segja að það hafi gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.

Þegar maður meiðist er nefnilega tvennt sem kemur til greina og létta leiðin er að gera allt með hálfum huga. Ég var bara 15 ára og margt annað í gangi, mikill þrýstingur frá vinum að koma frekar á skólaböll eða gera eitthvað í þeim dúr frekar en að æfa sig.

Áður en ég meiddist hafði ég verið valin á úrtaksæfingar með landsliði og þegar á meðan ég var meidd áttaði ég mig á því hversu svakalegt keppnisskapið er! Ég hugsaði um að á meðan ég gat sama og ekkert gert væru aðrir að æfa og bæta sig, svo að í endurhæfingunni yrði ég að leggja þrefalt á mig því annars færu allir fram úr mér.“

Hugarfarið er mesti styrkleikinn

Sara Björk segist oft spurð að því hverjir séu mestu styrkleikar hennar sem fótboltamanns. „Ég hef vissulega marga góða kosti en mesti styrkleikinn er hugarfarið; ég spila alltaf með hjartanu og legg mig alltaf 100% fram. Ég er með ótrúlega sterka innri áhugahvöt sem drífur mig áfram. Sigurvíma er betri en allt annað; tilfinningin sem maður fær þegar liðið vinnur leik eða þegar ég er best á æfingu. Ég lifi fyrir það og allt erfiðið sem ég legg á mig; ég elska að fara út að hlaupa og æfa aukalega því ég veit að það skilar mér sigrum og titlum og öðrum markmiðum sem ég set mér.

Ég veit að öll vinnan skilar sér. Maður verður að elska erfiðið og þegar maður uppsker er tilfinningin svo ótrúlega góð að ég er strax tilbúin að leggja það allt á mig aftur.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í ...
Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í Laugardalnum um daginn. mbl.is/Golli

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Tattoo
...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...