Myllusetur kaupir Frjálsa verslun

Forsíða Frjálsrar verslunar.
Forsíða Frjálsrar verslunar.

Myllusetur ehf., sem gefur út Viðskiptablaðið, Fiskifréttir og Eiðfaxa, hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins keypt tímaritið Frjálsa verslun af Útgáfufélaginu Heimi hf., sem er í eigu Talnakönnunar hf.

Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en fyrirtækið gaf meðal annars út Iceland Review, Vísbendingu og Ský.

Frjáls verslun er elsta viðskiptatímarit landsins og hefur komið út frá árinu 1939. Ritstjóri þess er Jón G. Hauksson. Í Morgunblaðinu í dag segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á útgáfu tímaritsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert