Vegagerðin fær 56,5% af eldsneytisgjöldum

Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum.
Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum. mbl.is/Hanna

Aukin eldsneytisnotkun Íslendinga á síðustu árum birtist í auknum skatttekjum ríkissjóðs af eldsneyti. Þær jukust úr 36 milljörðum 2012 í 44,4 milljarða 2016.

Þótt olíuverð hafi lækkað mikið og krónan styrkst hafa föst krónugjöld skilað hærri skatttekjum af eldsneyti. Virðisaukaskattur leggst svo ofan á gjöldin.

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar er umferð að aukast. Skatttekjur af eldsneyti munu því að óbreyttu aukast. Virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á bensín var 3.139 milljónir í fyrra. Þá var virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á olíu 2.484 milljónir. Samtals var virðisaukaskattur vegna þessa 5.623 milljónir.

Hlutfall af gjöldum

Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, segir virðisaukaskattinn hér reiknaðan sem hlutfall af umræddum gjöldum. Til dæmis hafi þrír liðir, almennt og sérstakt vörugjald af bensíni og kolefnisgjald, skilað ríkissjóði 13.081 milljón í fyrra. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af þeirri upphæð sé útkoman 3.139 milljónir.

Tafla/mbl.is

Um 2,5 milljarðar í vsk. af gjöldum á dísilolíu í fyrra

Þá skilaði olíugjald 9.350 milljónum í fyrra og kolefnisgjald á dísilolíu 1.001 milljón, alls 10.351 milljón. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af því er útkoman 2.484 milljónir. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG, í júní.

Sigurður segir að í svarinu sé einungis tilgreindur virðisaukaskattur sem leggst ofan á gjöldin.

„Virðisaukaskattur er alltaf lagður á hið endanlega söluverð vörunnar. Þar með er innifalið grunnverð vörunnar og öll álagning, þar með talið af hálfu smásala og ríkisins,“ segir Sigurður. Fram kom í svarinu að tekjur ríkissjóðs af vöru- og kolefnisgjöldum á eldsneyti, bifreiðagjaldi og vörugjöldum af ökutækjum námu alls 44,4 milljörðum í fyrra. Sigurður segir að í þessari tölu sé ekki tekið með kílómetragjald, eða svonefndur þungaskattur, sem leggist á ökutæki sem eru 10 tonn eða þyngri.

Samtals rúmir 25 milljarðar

Fram kemur í svari ráðherrans að markaðar tekjur sem renna til vegagerðar séu sérstakt bensíngjald, olíugjald og kílómetragjald. Árið 2016 voru markaðar tekjur til Vegagerðarinnar 17.750 milljónir og framlag úr ríkissjóði 7.339 milljónir, alls 25.089 milljónir. Þá hefur Vegagerðin aðrar tekjur en vegna vegagerðar. Sigurður segir frumvarp í undirbúningi um að leggja af markaðar skatttekjur. Allar tekjur muni færast hjá ríkissjóði. Fjallað var um frumvarpið í áðurnefndu svari ráðherrans. Þar segir að frumvarpið muni „byggja undir þau ákvæði og það hlutverk Alþingis að ákveða hversu miklu fé skuli ráðstafað til einstakra málaflokka hverju sinni“.

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...