Vegagerðin fær 56,5% af eldsneytisgjöldum

Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum.
Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum. mbl.is/Hanna

Aukin eldsneytisnotkun Íslendinga á síðustu árum birtist í auknum skatttekjum ríkissjóðs af eldsneyti. Þær jukust úr 36 milljörðum 2012 í 44,4 milljarða 2016.

Þótt olíuverð hafi lækkað mikið og krónan styrkst hafa föst krónugjöld skilað hærri skatttekjum af eldsneyti. Virðisaukaskattur leggst svo ofan á gjöldin.

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar er umferð að aukast. Skatttekjur af eldsneyti munu því að óbreyttu aukast. Virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á bensín var 3.139 milljónir í fyrra. Þá var virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á olíu 2.484 milljónir. Samtals var virðisaukaskattur vegna þessa 5.623 milljónir.

Hlutfall af gjöldum

Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, segir virðisaukaskattinn hér reiknaðan sem hlutfall af umræddum gjöldum. Til dæmis hafi þrír liðir, almennt og sérstakt vörugjald af bensíni og kolefnisgjald, skilað ríkissjóði 13.081 milljón í fyrra. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af þeirri upphæð sé útkoman 3.139 milljónir.

Tafla/mbl.is

Um 2,5 milljarðar í vsk. af gjöldum á dísilolíu í fyrra

Þá skilaði olíugjald 9.350 milljónum í fyrra og kolefnisgjald á dísilolíu 1.001 milljón, alls 10.351 milljón. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af því er útkoman 2.484 milljónir. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG, í júní.

Sigurður segir að í svarinu sé einungis tilgreindur virðisaukaskattur sem leggst ofan á gjöldin.

„Virðisaukaskattur er alltaf lagður á hið endanlega söluverð vörunnar. Þar með er innifalið grunnverð vörunnar og öll álagning, þar með talið af hálfu smásala og ríkisins,“ segir Sigurður. Fram kom í svarinu að tekjur ríkissjóðs af vöru- og kolefnisgjöldum á eldsneyti, bifreiðagjaldi og vörugjöldum af ökutækjum námu alls 44,4 milljörðum í fyrra. Sigurður segir að í þessari tölu sé ekki tekið með kílómetragjald, eða svonefndur þungaskattur, sem leggist á ökutæki sem eru 10 tonn eða þyngri.

Samtals rúmir 25 milljarðar

Fram kemur í svari ráðherrans að markaðar tekjur sem renna til vegagerðar séu sérstakt bensíngjald, olíugjald og kílómetragjald. Árið 2016 voru markaðar tekjur til Vegagerðarinnar 17.750 milljónir og framlag úr ríkissjóði 7.339 milljónir, alls 25.089 milljónir. Þá hefur Vegagerðin aðrar tekjur en vegna vegagerðar. Sigurður segir frumvarp í undirbúningi um að leggja af markaðar skatttekjur. Allar tekjur muni færast hjá ríkissjóði. Fjallað var um frumvarpið í áðurnefndu svari ráðherrans. Þar segir að frumvarpið muni „byggja undir þau ákvæði og það hlutverk Alþingis að ákveða hversu miklu fé skuli ráðstafað til einstakra málaflokka hverju sinni“.

Innlent »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

Safnaði 1,7 milljón fyrir Bleiku slaufuna

15:13 Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

„Fæ líka pósta með ábendingum“

14:55 „Ég ákvað að hitta í fyrramálið sjómannaforystuna og útgerðarmenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í ráðuneytinu var í morgun haldinn fundur vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. Meira »

Í gæsluvarðhaldi til 6. desember

14:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað manninn og konuna sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi í gæsluvarðhald til sjötta desember. Meira »

Unnustan og nágranni með aðra sögu

14:36 Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní. Meira »

„Fólk vill oft gleymast“

14:27 „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

14:04 Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf. Meira »

Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

13:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar fljótlega

13:00 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður. Meira »

Börnin koma af vígvellinum

13:50 „Samfélagið allt þarf að vera tilbúið að standa með börnum sem koma frá ofbeldisheimilum en þau hafa hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið vitni að hræðilegum hlutum. Þessi hópur er ekki hávær og af þeirri ástæðu er mikilvægt að passa upp á að hann gleymist ekki.“ Meira »

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

13:11 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Meira »

Verða að auglýsa að dýr séu leyfð

12:57 Ekki er heimilt að koma með hunda eða ketti inn í veitingastaði eða mötuneyti þar sem mæting er ekki valfrjáls eða á stöðum þar sem fólki er gert að sækja þjónustu. Þá ber að auglýsa það vandlega áður en komið er inn á staðinn að dýrunum sé heimilaður aðgangur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...