Spáð skaplegu veðri um land allt um helgina

Fólk fékk að kenna á lægðinni, sem gekk yfir sunnanvert …
Fólk fékk að kenna á lægðinni, sem gekk yfir sunnanvert landið í gær með rigningu og roki. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Veðurfarið þetta sumarið hefur almennt ekki verið upp á marga fiska. Þó virðist vera einhver von í því veðri sem framundan er, þ.e.a.s. ef rætist úr veðurspám.

„Hlýtt verður í veðri næstu daga á Norðausturlandi, þ.e. frá Eyjafirði og austur á Hérað,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

„Eins og spáin er núna þá er útlit fyrir að það verði ágætasta veður um allt land um helgina,“ segir Einar. Hlýtt verður í veðri, sérstaklega inn til landsins á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins um komandi helgi. Þá léttir til víða um land, sérstaklega vestanlands, en þó gæti þokuloft fylgt með við sjóinn og firði suðaustanlands, að sögn Einars. „Loftþrýstingur fer einnig hækkandi, sem er gott, og það er einnig fínt að fá loft úr austri því það er oft þurrara þegar upp er staðið,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert