Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

Í haust hefjast framkvæmdir á Eden-reitnum í Hveragerði þar sem …
Í haust hefjast framkvæmdir á Eden-reitnum í Hveragerði þar sem reist verða tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Áætlað er að byggja á svæðinu um 60-70 tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Ljósmynd/Suðursalir ehf.

Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka.

Nýtt deiliskipulag var samþykkt á dögunum með því markmiði að byggja upp miðbæjarkjarna bæjarins og um leið auka lóðaframboð til íbúðabygginga. Í haust munu framkvæmdir hefjast á Eden-reitnum þar sem reist verða tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Áætlað er að byggja á svæðinu um 60-70 tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.

Gísli Steinar Gíslason hjá Suðursölum ehf. segir að íbúðirnar vera svar við brýnni þörf á litlum og meðalstórum íbúðum á hagstæðu verði. Eru þær meðal annars hugsaðar fyrir ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði eða aðila á leigumarkaði sem hafa áhuga á að færa sig í eigið húsnæði.

Í kjölfarið verður ráðist í framkvæmdir á Tívolí-lóðinni þar sem áætlað er að byggja einnar til þriggja hæða hús með blandaðri þjónustu- og verslunarstarfsemi ásamt íbúðum á efri hæðum. Áætlaður framkvæmdatími eru þrjú til fimm ár.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir framkvæmdirnar mikið fagnaðarerindi. „Hveragerði er blómstrandi bæjarfélag og við höfum á undanförnum árum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í bænum en framboð hefur verið takmarkað.“

„Hveragerði er blómstrandi bæjarfélag og við höfum á undanförnum árum …
„Hveragerði er blómstrandi bæjarfélag og við höfum á undanförnum árum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í bænum en framboð hefur verið takmarkað,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarsjóri Hveragerðis. Markmiðið er að anna aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Eru íbúðirnar t.d. ætlaðar sem fyrstu íbúðarkaup ungs fólks. Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert