Lugu til um pakkasendingu

Maðurinn þóttist vera frá Samskipum.
Maðurinn þóttist vera frá Samskipum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu.

Það var hringt í gsm símann minn í dag úr óskráðu númeri, karlmaður sem talaði ensku með miklum hreim sagðist vera frá Samskipum og hann væri með pakka til mín, hvort ég væri heima,“ skrifaði dóttir konunnar fyrir hennar hönd á Facebook.

Konan hringdi í Samskip, sem könnuðust ekki við að hún ætti von á neinu frá þeim, né að þessi aðili væri á þeirra vegum. 

Svo virðist sem einfaldlega sé verið sé að athuga hverjir séu heima eða að heiman á þessum aðalsumarleyfistíma,“ skrifar dóttirin ennfremur á Facebook.

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fólk hafi ekki haft samband við lögreglu vegna slíkra mála. Hann brýnir þó fyrir fólki að vera á varðbergi og segir að það hafi verið sniðugt hjá konunni að hringja í Samskip og kanna málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert