Missteig sig og lagðist niður á graseyju

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um konu sem …
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um konu sem lá á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Hafði hún misstigið sig þar sem hún gekk heim og var töluvert ölvuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um konu sem lá á graseyju við strætóskýli í Kópavogi um klukkan fimm í nótt. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist konan vera talsvert ölvuð en hún var á leiðinni heim fótgangandi þegar hún missteig sig. Ákvað hún því að leggjast á graseyjuna til þess að hvíla sig. Lögregla bauðst til þess að keyra hana heim sem hún þáði. 

Þá voru tveir menn handteknir á milli klukkan níu og tíu í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist sá fyrri vera ökuréttindalaus þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum sínum. Þá hafði sá síðari ekki enn öðlast ökuréttindi. Báðir mennirnir voru fluttir niður á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku en voru frjálsir ferða sinna að því loknu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert