Nemar vilja hlaupa til styrktar Háskóla Íslands

Fjölmargir taka þátt í maraþoninu ár hvert.
Fjölmargir taka þátt í maraþoninu ár hvert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs.

Hefð hefur skapast fyrir því að góðgerðarfélög skrái sig til leiks á heimasíðunni hlaupastyrkur.is og hlauparar velji sér eitt þeirra til að hlaupa fyrir. Almenningi gefst svo kostur á að heita á hlaupara og styrkja um leið góðgerðarsamtök í þeirra nafni. Í fyrra söfnuðust tæpar 100 milljónir króna til á annað hundrað góðgerðarsamtaka.

„Nokkrir stúdentaráðsliðar hafa verið að skoða það hvort það væri hægt að hlaupa til styrktar Háskólanum. Fyrir nokkrum árum hlupu læknanemar fyrir Landspítalann þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Ragna í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert