Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Hiti verður á bilinu 12 til 23 stig og verður hlýjast norðaustantil.

Á morgun verður suðaustanátt, 8-13 m/s, skýjað og lítilsháttar væta. Léttskýjað og mjög hlýtt verður hins vegar norðan- og norðaustanlands samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Á sunnudag er síðan útlit fyrir sunnangolu með þurru og hlýju veðri á mestöllu landinu, en dálítilli rigningu vestast.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert