Neyðarloka dælustöðvarinnar hjá Hörpu skoðuð í haust

Bil­un­ina í dælustöðinni við Faxaskjól mátti rekja til rangrar tegundar …
Bil­un­ina í dælustöðinni við Faxaskjól mátti rekja til rangrar tegundar af ryðfríu stáli. Neyðarlúgan, sem er í notkun í dælustöðinni hjá Hörpu, gæti verið gerð úr sama stáli. mbl.is/Golli

Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Því er ekki víst hvort neyðarloka í Hörpu gæti bilað, líkt og sú sem var í dælu­stöðinni við Faxaskjól.

Vegna bil­un­ar í neyðarloka í frá­veitu­kerf­inu fór skólp út í sjó við Faxa­skjól í Reykja­vík. Tæp­lega millj­ón rúm­metr­ar af skólpi fóru í sjó­inn á þeim átján dög­um sem neyðarloka dælu­stöð­varinnar við Faxa­skjól var opin. Bil­un­ina mátti rekja til af­hend­ing­ar á röngu efni. Lúg­urn­ar eru smíðaðar úr ryðfríu stáli en röng teg­und af ryðfríu stáli var sett í opn­un­ar­búnað lok­unn­ar sem leiddi til eyðilegg­ing­ar búnaðar­ins.

Opnunarbúnaður neyðarlokunnar, sem er í notkun í dælustöðinni hjá Hörpu, gæti verið gerður úr sömu tegund af ryðfríu stáli. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingarfulltrúi hjá Veitum, segir að málið verði skoðað í haust og ef búnaðurinn er af sömu gerð og sá gallaði verði ný loka sett í stað þeirrar gömlu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert