Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

Þessi fallegi hringmyrkvi sem birtist á himni 31. maí 2003 …
Þessi fallegi hringmyrkvi sem birtist á himni 31. maí 2003 líkist þeim myrkva sem fésbókarvinir sólmyrkvans 2048, bíða eftir 11. júní 2048 mbl.is/RAX

Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048.

Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. júní 2048, milli 11.20 og 14.15 þegar hringmyrkvans er að vænta í Reykjavík, en ætla að gera ráðstafanir til þess að geta mætt. Aðrir vonast til þess að verða á lífi.

Ingvi Gautsson, forsvarsmaður síðunnar, hlakkar til efri áranna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert